** Opið hús þriðjudaginn 27. janúar frá kl. 17:00 til 17:30 - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - teddi@fastmos.is eða 690-8040 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - steingrimur@fastmos.is eða 862-9416 **Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Falleg og mikið endurnýjuð 3ja herbergja íbúð á 2.hæð við Hraunbæ 170. Eignin er skráð 88,9 m2 en þar af íbúð 84,1 m2 og geymsla 4,8 m2. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Frábær eign á eftirsóttum stað í Reykjavík í göngufæri við alla helstu þjónustu. Meðal annars skóla, leikskóla, líkamsræktarstöð, sundlaug og verslanir.Skv. upplýsingum frá seljanda og húsfélaginu hefur eignin fengið talsverðar endurbætur:
Íbúðin: Árið 2024-2025 var sett nýtt parket, gólflistar og undirlag. Innrétting færð til í eldhúsi og sett ný borðplata, blöndunartæki og höldur. Nýir skápar á gang og í svefnherbergi. Nýjar innihurðar og hurðarkarmar. Skipt um rofa og innstungur. Allt málað, bæði veggir og loft. Af fyrri eiganda var: Baðherbergi hafði verið tekið í gegn. Flísalagt, nýtt baðkar, klósett og innrétting. Sett upp tengi fyrir þvottavél og settur upp handklæðaofn. Rafmagnstafla í íbúð endurnýjuð. Nýr gluggi og gler í hjónaherbergi árið 2021.
Húsið: Húsið að utan var viðgert og málað árið 2020 og svalagólf múrað og lagfært. Árið 2012 var skipt um þakjárn á húsinu, þakrennur og niðurföll og er það í góðu ástandi.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.Nánari lýsing:
Gangur er með parketi á gólfi og fataskáp.
Eldhús með fallegri viðar innréttingu með efri og neðri skápum. Í innréttingu er eldavél, vaskur og vifta. Gert er ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingu. Góður borðkrókur við glugga.
Stofan er rúmgóð og björt með parketi á gólfi. Úr stofu er gengið út á svalir í suðurvesturátt.
Svefnherbergi nr. 1 er með fataskápum og parketi á gólfi.
Svefnherbergi nr. 2 er með parketi á gólfi.
Baðherbergið er með innréttingu, vegghengdu salerni, handklæðaofni og baðkari með sturtu aðstöðu. Opnanlegur gluggi. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi og veggjum.
Sérgeymsla er í sameign. Er skráð 4,8 m2.
Eigninni fylgir hlutdeild að sameiginlegri þvottahús, hjóla- og vagnageymslu. Stór sameiginlegur garður með leiktækjum. Búið er að setja upp sameiginlegar hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla á lóð.
Verð kr. 64.900.000,-