Fyrirhugaðar framkvæmdir
Nánari lýsing: Snyrtileg stór skrifstofuhæð miðsvæðis í Reykjavík. Baka til er góður sérinngangur með rúmgóðri móttökuaðstöðu en götumegin er snyrtilegur sameiginlegur inngangur. Stór kaffistofa er á hæðinni og tveir salerniskjarnar, annar við móttöku en hinn nálægt kaffistofu. Rýmið er að mestu leyti opið, þó eru nokkur lokuð herbergi. Möguleiki er að fjölga milliveggjum í samráði við nýjan leigutaka. Salerni og kaffistofa voru endurnýjuð fyrir nokkrum árum.