Gimli fasteignasala og Elín Urður Hrafnberg kynna í einkasölu:
Endaraðhús með bílskúr á einni hæð við Maríubaugur í Reykjavík.Um er að ræða mjög gott og vel skipulagt 4ra herbergja endaraðhús með bílskúr og suðurgarði.
Mikil lofthæð er í húsinu ásamt innbyggðri lýsingu. Eikarparket og flísar á gólfum eignarinnar.Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús/borðstofu/stofu í alrými, herbergjagang, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi ásamt geymslu og sérstæðum endabílskúr.
Húsið er skráð 148,7 fm þar af er íbúðarhlutinn 120,7 fm og bílskúrinn 28 fm sem er í bílskúrslengju við húsið.
Virkilega skjólgóður suðurgarður með verönd og gróinn garður.
2021 var þakið á allri lengjunni yfirfarið, lagfært og málað. Allir veggir sílanbornir að utanverðu.
Nýlegar Siemens spanhellur ásamt gashellu á eldhúseyju frá Smith & Norland
Ring þjófavarnarkerfi fylgir með hreyfi-, glugga- og dyraskynjurum.
Hér er linkur á myndband:
https://vimeo.com/1065269800?share=copy Nánari upplýsingar veitir: Elín Urður Hrafnberg Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 6902602, tölvupóstur elin@gimli.is eða
gimli@gimli.isNÁNARI LÝSING:Forstofa: með góðum fataskápum og flísum á gólfi.
Þvottaherbergi/geymsla: er tvískipt, annars vegar þvottahús með innréttingu, vinnuborði með vaski og flísum á gólfi. Hins vegar geymsla með hillum og parketi á gólfi.
Hol/gangur: þaðan er gengið í önnur rými eignarinnar.
Herbergisgangur: með parketi á gólfi.
Hjónaherbergi: með góðum fataskápum parketi á gólfi og mikilli lofthæð.
Svefnherbergi #1: með innbyggðri kommóðu og parketi á gólfi.
Eldhús/borðstofa/stofa: í alrými með mikilli lofthæð, rúmgóðri innréttingu með góðu skápaplássi og tækjaskáp, mósaíkflísar á vegg milli efri og neðri skápa, eldunareyju með spanhellum ásamt gashellu og steini á borði, Miele uppþvottavél, gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp í innréttingu.
Gólfsíðir gluggar í borðstofu/stofu ásamt mikilli lofthæð sem gefa rýminu mjög góða birtu.
Úr stofunni er hurð út í skjólgóðan suður-garð með timburverönd.
Svefnherbergi #2: búið er að útbúa þriðja svefnherbergið inn af stofunni sem einnig er hægt að nýta sem sjónvarpsherbergi.
Baðherbergi: með góðri innréttingu með vaski, veggskáp, sturtu með mósaíkflísum, vegghengdu klósetti og handklæðaofni. Flísar á gólfi og veggjum og hita í gólfi.
Bílskúr: rúmgóður endabílskúr sem er í bílskúrslengju áður en komið er að húseign. Hiti í gólfi, heit og kalt vatn ásamt vaski og krani fyrir slöngu. Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl og 3 fasa rafmagn í bílskúr. Krani staðsettur fyrir aftan bílskúr til að tengja við slöngu fyrir garðinn.
Garður: frábær gróinn suðurgarður með timburverönd, rafmagnspottur fylgir ekki en seljendur geta mögulega látið annan rafmagnspott fylgja.
Hiti (snjóbræðsla) í stétt fyrir framan hús.
Niðurlag:Um er að ræða snyrtilegt og vel byggt hús af Þarfaþingi í rólegu hverfi þar sem er lítil umferð á þessum vinsæla stað í Grafarholtinu.
Leikskóli og grunnskóli í göngufæri (3-5 mín).
Stutt í náttúruna þar sem eru fjölmargir göngu- og hjólastígar bæði í hverfi sem og á Hólmsheiði. Einnig er stutt í paradísardal, golfvöll og Reynisvatn.Gimli fasteignasala hefur stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti á fimmta áratug og er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð árið 1982. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki, traust og góð þjónusta.
Gimli, gerir betur...Gimli er staðsett á 2. hæð á Grensásvegi 13, 108 Reykjavík og á 2. hæð á Eyravegi 29, Selfoss.
Opnunartími frá kl. 10 -16 alla vikra daga, sími:
570 4800, tölvupóstur:
gimli@gimli.isHeimasíða Gimli fasteignasöluGimli á FacebookUm skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila .Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- . Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Teikningar sem fylgja lýsingu eignarinnar og myndum eru til viðmiðunar og ekki alltaf í samræmi við samþykktar teikningar af eigninni.