OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 19. JANÚAR KL. 16:00-16:30 STUTTUR AFHENDINGARTÍMI
Domusnova og Soffía Sóley lögg.fasteignasali kynna: Sjafnarbrunnur 7 í Úlfarsárdal. sími 846-4144
** Skipti möguleg á ódýrari eign.**
Fallegt "fjölskylduhús" á góðum stað. 4 rúmgóð/stór svefnherbergi.
Stutt í skóla, íþróttamannvirki, sundlaug og útivistarsvæði
Um er að ræða 219,9 fm. raðhús á tveimur hæðum, skiptist í íbúð 195,1 fm og bílgeymslu 24.8 fm.
Á jarðhæð er forstofa, forstofuherbergi, þvottaherbergi, 2 barnaherbergi, baðherbergi, bílgeymsla og geymsla.
Á efri hæð er eldhús, borðstofa, stofa, baðherbergi og hjónaherbergi.
Jarðhæð:
Gengið er inn á jarðhæð. Komið er inn í forstofu og hol.
3 stór og rúmgóð svefnherbergi.
Þvottaherbergi með góðum fataskápum og innréttingum þar sem vélar eru í vinnuhæð.
Baðherbergi þar sem gólf er flísalagt og veggir að hluta, sturta. Hvít innrétting með steini á borðum.
Úr baðherberginu eru dyr útá stóra verönd sem fyllir upp allan bakgarðinn. (ekkert gras að slá) Þar eru bekkir, og heitur pottur.
Innangengt er úr forstofu í bílgeymslu. Innaf bílgeymslu (24,8 fm) er geymsla (7,3 fm) Epoxy á gólfum.
Efri hæð:
Steyptur teppalagður stigi með glerhandriði er uppá efri hæðina. Stóri spegillinn fylgir.
Stórt alrými, þar sem eru stofa, borðstofa og eldhús.
Eldhús er með hvítri háglans innréttingu, stórri eldunareyju/vinnuaðstöðu með hirslum sem snúa bæði inn í eldhúsið og út í stofuna. Innbyggt í innréttingu eru: uppþvottavél, 2 bakarofnar og er annar með innbyggðum örbylgjuofni., stór ísskápur og frystiskápur Steinn á borðum og vegg.
Gengið úr stofu út á svalir sem eru með plastflísum á gólfi.
Hjónaherbergi sem er með góðu fataherbergi innaf.
Baðherbergi þar sem gólf er flísalagt og veggir að hluta.
Öll hreinlætis-og blöndunartæki eru frá tengi. Harðparekt og hurðir eru frá Birgisson
Bílastæði fyrir ca. 5 bíla við húsið. Hellulagt og með steyptum skilvegg (milli lóða) Hitalögn i plani (90%)
Nánari upplýsingar veitir:
Soffía Sóley Magnúsdóttir löggiltur fasteignasali soffia@domusnova.is / sími 846-4144
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.