Fasteignaleitin
Skráð 2. maí 2023
Deila eign
Deila

Útgarður 2

FjölbýlishúsNorðurland/Húsavík-640
136.6 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
37.200.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 2023
Þvottahús
Lyfta
Garður
Bílastæði
Fasteignanúmer
2522410
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
3
Vatnslagnir
Nýtt
Raflagnir
Nýtt
Frárennslislagnir
Nýtt
Gluggar / Gler
Nýtt
Þak
Nýtt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Já úr stofu
Upphitun
Hitaveita
Byggingarstig
1 - Byggingarleyfi
Matsstig
5 - Tilbúin til innréttingar
Lögeign fasteignasala kynnir eignina Útgarður 2, 640 Húsavík, íbúð 103. 

Eignin Útgarður 2 íbúð 103 er skráð 136.6 fm. þ.á.m. geymsla í kjallara  sem er skráð 9,2 m2 auk þess sem stæði í bílakjallara tilheyrir eigninni og svalir með svalalokun. Svalirnar eru 20,6 m2 og er því heildarstærð íbúðar með geymslu 157,2 m2.  Eignin er þriggja herbergja íbúð á jarðhæð. Eldhús og stofa eru í opnu rými með útgengi út á svalir. Tvö svefnherbergi sem eru hliðin á hvort öðru en í hjónaherbergi sem er 15,6 m2 er bæði fataherbergi og snyrting. Baðherbergið er með sturtu og er þvottahús við hliðina á baðherbergi. 

Útgarður 2, er steinsteypt fjöleignarhús sem skiptist í þrjár hæðir með 9 íbúðum og kjallara með 9 séreignargeymslum. Húsið er með Lyftu. Aðkoma að aðalinngang Útgarðs 6 er frá norðurhlið. Í kjallara er bílastæðahús og er eitt bílastæði þar sérmerkt íbúð 103.

Íbúðin getur verið klár til afhendingar fljótlega.


Skilalýsing fyrir Útgarð 2
Sameign:
Lyfta: Fólkslyfta verður tilbúin til notkunar í stigahúsi.
Bílageymsla: Bílageymsla er í kjallara fyrir valdar íbúðir.
Sorpgeymsla: Sorpgeymsla er utanhúss, yfirbyggð með mótaáferð.
Stigagangur verður flísalagður upp að stiga á jarðhæð, teppi þaðan upp á 3 hæð. Veggir sandspartlaðir og málaðir hvítir (málarahvítt).
Frágangur utanhúss:
Klæðning og einangrun: Veggir verða einangraðir að utan og klæddir með málmklæðningu, standandi timburklæðning á útvegg inn á svölum. Þak er einangrað og dúklagt.
Svalir: Svalir eru steinsteyptar með niðurfalli, Svalahandrið er lokað og með handlista, svalaloft eru ómeðhöndluð.
Gluggar: Viðhaldslitlir (tré/ál) gluggar verða settir í.
Lóð: Lóð er fullfrágengin, graslögð og frágengnar gönguleiðir með snjóbræðslu til staðar.
 
Frágangur innanhúss, íbúð 103.
Gólfefni: Gólf eru parketlögð með harðparketi (eik) og gólf í forstofu, baðherbergi og þvottahúsi eru flísalögð.
Veggir: Veggir eru sandspartlaðir og málaðir hvítir (málarahvítt).
Loft: Loft eru sandspörtluð og máluð hvít (málarahvítt). Raflagnir eru í steyptum hæðarskilum.
Sólbekkir: Sólbekkir eru ekki afhentir með.
Hurðir: Hurðar eru yfirfelldar með eikaráferð.
Fataskápar: Fataskápar eru í svefnherbergjum og forstofu, með eikaráferð.
Eldhús: Eldhúsinnrétting verður hvít (hálfmatt) og innbyggður kæliskápur og innbyggð uppþvottavél fylgir íbúð. Gufugleypir með kolasíu fylgir. Ljós verður undir efri skápum. Borðplata verður dökkgrá, plastlögð. Fjölkerfa blástursofn og span helluborð afhentast tilbúið og tengt með íbúð.
Baðherbergi: Gólf verður flísalagt og veggir inn í sturtu upp í ca 220 cm frá gólfi, aðrir veggir málaðir hvítir (málarahvítt). Tengingar fyrir þvottavél eru til staðar. Gert er ráð fyrir barkalausum þurrkara. Glerskilrúm (föst) verða fyrir sturtuklefa sem er með flísalögðum sturtubotn, hitastýrð blöndunartæki í sturtu. Einnar handar blöndunartæki eru við handlaug í innréttingu. Hvít innrétting (hálfmatt) er undir handlaug og háir skápar við hlið vaskaskáps samkvæmt teikningu arkitekts, borðplata í sama lit og í eldhúsi. Vegghengd salerniskál er á baðherbergi. Handklæðaofnar tengdir við gólfhitakerfi og hitna samkvæmt því.
Sérgeymsla: Sérgeymsla fyrir hverja íbúð er í kjallara hússins, Veggir eru óspartlaðir, málaðir hvítir (málarahvítt) og gólf máluð með grárri gólfmálningu, hurðar í geymslu eru yfirfelldar, hvítar að lit.
Hitakerfi: Gólfhiti er í íbúðum ásamt handklæðaofni á baðherbergjum. Hitastýringar eru á veggjum fyrir hvert kerfi. Forhitari er að neysluvatni.
Loftræsing: Vélræn loftræsing er í rýmum sem reglugerð og teikningar gera ráð fyrir.
Rafmagn, net og lýsing: Rafmagns- og fjarskiptalagnir afhentast frágengnar með einum myndavélasíma í íbúð, í baðherbergi/þvottahúsi og eldhúsi eru rakaheldir kúplar, annars afhentast íbúðir með perustæði í hverju rými.
 
Hönnun og framkvæmd verks
Arkitektateikningar: KrArk – Kristinn Ragnarsson arkitekt
Burðarþol og lagnahönnun: S.Saga ehf.
Raflagnir: Belkod ehf.
Eigandi framkvæmdar: Naustalækur ehf.
Byggingaraðili: Trésmiðjan Rein ehf.
 
Ef breytingar verða frá skilalýsingu að ósk kaupanda, t.d. aðrar innréttingar/tæki/gólfefni eða slíkt skal kaupandi skaffa efni og sjá um uppsetningu/fá verktaka í verkið sjálfur. Ef óskað er eftir því að Trésmiðjan Rein vinni verkið verður það unnið í tímavinnu. Að sama skapi verður þá það efni sem Trésmiðjan Rein á að skaffa samkvæmt skilalýsingu tekið út úr verði eignar og það gert upp í lokagreiðslu. 
 
Gjöld og kostnaður; Kaupendur greiða skipulagsgjald sem er 0,3 % af brunabótamati íbúðar. Gjaldið er lagt á eftir lokaúttekt.
Kaupendum er bent á að kynna sér þau gjöld sem falla til við gerð kaupsamninga, þinglýsingar og lántökur

Kvaðir:
Samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu sem tilheyrir Útgarði 2 eru eftirfarandi kvaðir á húsinu
Íbúar í Útgarði 6 verða að hafa náð 55 ára aldri.
Skammtímaleiga íbúða í Útgarði 6 er með öllu óheimil.
Bílastæði í bílakjallara verða ávallt að tilheyra íbúðum í matshlutum Útgarðs 2, 4 eða 6. Þau má ekki selja öðrum en þeim sem eiga eignir á lóðinni.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson í síma 865-7430 eða með tölvupóst á netfangið hermann@logeign.is.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 2023
Fasteignanúmer
2522410
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
B2
Númer eignar
1
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Matsstig
4 - Fokheld bygging
Lögeign
https://www.logeign.is

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Laugarbrekka 14
Skoða eignina Laugarbrekka 14
Laugarbrekka 14
640 Húsavík
165.6 m2
Einbýlishús
523
326 þ.kr./m2
54.000.000 kr.
Skoða eignina Túngata 7
Skoða eignina Túngata 7
Túngata 7
640 Húsavík
130.6 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
32
375 þ.kr./m2
49.000.000 kr.
Skoða eignina Baughóll 10
Skoða eignina Baughóll 10
Baughóll 10
640 Húsavík
139.3 m2
Raðhús
514
452 þ.kr./m2
63.000.000 kr.
Skoða eignina Fossvellir 10
Skoða eignina Fossvellir 10
Fossvellir 10
640 Húsavík
129.8 m2
Einbýlishús
413
431 þ.kr./m2
56.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin