Fasteignaleitin
Skráð 29. apríl 2024
Deila eign
Deila

Eskihlíð 8A

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
113.6 m2
4 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
79.800.000 kr.
Fermetraverð
702.465 kr./m2
Fasteignamat
75.400.000 kr.
Brunabótamat
43.800.000 kr.
Mynd af Guðlaugur Jónas Guðlaugsson
Guðlaugur Jónas Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1955
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2029732
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
endurnýjað að hluta
Raflagnir
Rafmagn hefur verið endurnýjað að hluta, bætt hefur við nýjum tenglum fyrir ljós og innstungur. Ljós sett upp á svölum ásamt tenglum árið 2020
Frárennslislagnir
Árið 2018 voru frárennslislagnir, skólp endurnýjað ásamt því að húsið var drenað. Árið 2021 var lögn fóðruð út í götu.
Gluggar / Gler
Gluggar og svalir og svalahandrið voru tekin í gegn sem voru komin á tíma.
Þak
Árið 2022, var þak málað og skipt um þakrennur.
Svalir
já, vestur svalir.
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Yfirstandandi framkvæmdir sem eftir eru snúa að : Inndæling í sprungur, múrviðgerði, málun veggja og fleira. Setja nýtt þakjár og þakpappa á þak. Stærsta hluta framkvæmda er lokið. Verklok áætluð í sumar 2024. Seljandi hefur nú þegar greitt þann kostnað sem af þeim framkvæmdum hlýst.

Guðlaugur J. Guðlaugsson löggiltur fasteignasali og RE/MAX fasteignasala kynna í einkasölu:

Björt, vel skipulögð, og mikið endurnýjuð 113,6 fm. þriggja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi við Eskihlíð 8A, 105 Reykjavík. Húsið hefur fengið gott viðhald undanfarin ár. Íbúðin er þriggja herbergja íbúð á annarri hæð í rótgrónu hverfi.

Eignin er skráð 113,6 fm. sem samanstendur af anddyri, holi, gangi, stofu og borðstofu, eldhúsi, tveimur svefnherbergjum, baðherbergi og lítilli geymslu innan íbúðar. Sér geymsla (6,0 fm) og sameiginleg hjóla-vagnageymsla er í sameign.

Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661-6056 eða með tölvupósti á netfangið gulli@remax.is

Smelltu á link til að skoða íbúðina í 3-D


Nánari lýsing:
Komið er inn í rúmgott og opið flísalagt/parketlagt anddyri og hol. Holið tengir saman eldhús, stofu og svefnherbergjagang. Stofa og borðstofa eru í opnu alrými sem er rúmgott og bjart með gegn heilu eikarparketi og útgengi út á vestur svalir. Eldhúsið er með flísum á gólfi og opið að holinu, gott skápapláss í innréttingu ásamt góðu vinnuplássi. Ofn er í vinnuhæð, innbyggð uppþvottavél, helluborð og vifta þar fyrir ofan. Á föst eyja við innréttingu sem hægt er að sitja við. Gert er ráð fyrir ísskáp í innréttingu. Eldhúsið er mjög bjart og rúmgott með glugga sem snýr í austurátt. Baðherbergið er flísalagt með dökkum flísum á gólfi og ljósum flísum í kringum sturtu. Stór veggspegill á einum vegg, upp hengt salerni og innrétting með handlaug, skúffum og tengi og aðstöðu fyrir þvottavél. Opnanlegur gluggi er inn á baðherbergi. Hjónaherbergið er rúmgott með fataskápum,. Barnaherbergi er einnig rúmgott með fataskáp. Samstætt gegn heilt eikarparket er á gólfum íbúðarinnar fyrir utan forstofu, eldhús og baðherbergi þar sem gólf eru flísalögð. Eldhúsinnréttingar, innihurðir og fataskápar eru hvít að lit.
Hjóla-vagnageymsla er í sameign, ásamt sér geymslu sem er (6,0 fm) og sameiginlegt þvottaaðstaða og þurrkherbergi. Sameign er vel um gengin. Sameiginlegur garður er snyrtilegur og með leiktækjum. Ljósleiðari er í húsinu og er aðkoman að húsinu snyrtileg og gott aðgengi að bílastæðum.

Um er að ræða flotta eign í barnvænu hverfi. Snyrtilegt umhverfi og stutt göngufæri er í leikskóla, skóla, heilsugæslu og ýmsa þjónustu. Eignin er mjög miðsvæðis og í göngufæri við miðborgina, Klambratún, Kringluna, Öskjuhlið og Valsheimilið.

Viðhald sem hefur farið fram: 
Árið 2024, Nýtt járn og nýr pappi á þak. Áætluð verklok, sumar 2024 ( seljandi er búin að greiða hlut íbúðar í verkinu ) Skipt var um rafmagnstöflu í sameign og nýtt rafmagn dregið upp í allar íbúðir. Komnar eru upp hleðslustöðvar á bílastæði fyrir rafmagnsbíla. Keypt var ný iðnaðarþvottvél og þurrkari fyrir sameiginlegt þvotthús.
Árið 2023: svalir flotaðar og sett upp nýtt svalahandrið
Árið 2022, húsið var múrviðgert og málað að utan. Sömuleiðis var skipt um þakrennur. 
Árið 2021, var lögn fóðruð út í götu.
Árið 2020, var geymsla í kjallara flotuð.
Árið 2019, voru frárennslislagnir og skólp endurnýjað ásamt því að drenað var við húsið.
Árið 2018, var stigagangur málaður og skipt um teppi í stigagangi.
Árið 2015, var íbúðin endurnýjuð að innan að miklu leiti í gegn. Td. var skipt um eldhúsinnréttingu baðinnréttingu, alla skápa og gólfefni að hluta til. 

Nánari upplýsingar: Guðlaugur J. Guðlaugsson, löggiltur fasteignasali í síma 661-6056, gulli@remax.is 

Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölur kr. 69.900.
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
13/11/201947.300.000 kr.50.200.000 kr.113.6 m2441.901 kr.
05/12/201222.200.000 kr.26.800.000 kr.113.6 m2235.915 kr.
15/01/200719.940.000 kr.22.900.000 kr.113.6 m2201.584 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hallgerðargata 9A
3D Sýn
Opið hús:08. maí kl 17:00-17:30
Hallgerðargata 9A
105 Reykjavík
87.5 m2
Fjölbýlishús
211
913 þ.kr./m2
79.900.000 kr.
Skoða eignina Borgartún 24 213
Borgartún 24 213
105 Reykjavík
79.8 m2
Fjölbýlishús
312
1001 þ.kr./m2
79.900.000 kr.
Skoða eignina Borgartún 24 - íbúð 214
Borgartún 24 - íbúð 214
105 Reykjavík
79.4 m2
Fjölbýlishús
312
1006 þ.kr./m2
79.900.000 kr.
Skoða eignina Borgartún 24 314
Borgartún 24 314
105 Reykjavík
79.5 m2
Fjölbýlishús
312
1043 þ.kr./m2
82.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache