Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Fasteignasalan Kaupstaður kynnir fallega og bjarta 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýli með góðum trépalli/verönd í suður. Sérinngangur er inn í íbúðina. Frá stofunni er útgangur á góðan suðurpall. Þvottahús innan íbúðar. Bílstæði í opnu bílskýli fylgir. Búið er að setja upp sameiginlegar rafbílahleðslur á bílastæði.
Dýrahald er leyft.
Íbúðin getur verið laus við kaupsamning og innbú getur fylgt. Hægt að sýna eign með litlum fyrirvara.
Eigandi skoðar að taka minni eign uppí.
Samkvæmt FMR er íbúðarhlutinn 82,5 m2 auk 4,6 m2 geymslu. Samtals 87,1 m2. Bílskýli 23.4 fm.
Nánari lýsing eignar.
Forstofa : með flísum á gólfi og hvítum fataskápum .
Stofa : með harðparketi á gólfi og útgangi út á rúmgóðan viðarpall til suðurs.
Eldhúsið : er með parketi á gólfi, hvítri innréttingu og dökkri borðplötu. Gert er ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu.
Þvottahús: er inn af forstofu með flísalögðu gólfi, góðum hillum og skolvaski. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara.
Baðherbergið : er rúmgott með flísum á gólfi. Hvít innrétting með spegli og skápur til hliðar. Bæði er baðkar og sturtuklefi í rýminu.
Hjónaherbergið: er rúmgott með harðparketi á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi I: er bjart með harðparketi á gólfi og fataskáp.
Bílastæði í bílskýli fylgir íbúðinni.
Geymsla : er í sameign með hillum.
Hjóla- og vagnageymsla er í sameign.
Frábær staðsetning, grunnskólar og leikskólar í göngufæri ásamt verslunarkjarna í Spönginni. Örstutt í golfvöllinn og jafnvel hægt að keyra þangað beint á golfbílnum.
FyrirvararÍ lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
17/12/2021 | 41.100.000 kr. | 56.200.000 kr. | 110.5 m2 | 508.597 kr. | Já |
07/11/2019 | 37.050.000 kr. | 42.900.000 kr. | 110.5 m2 | 388.235 kr. | Já |
19/06/2015 | 23.300.000 kr. | 26.700.000 kr. | 110.5 m2 | 241.628 kr. | Já |
24/11/2006 | 18.900.000 kr. | 20.500.000 kr. | 110.5 m2 | 185.520 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
112 | 83.6 | 69,9 | ||
112 | 94.3 | 72,9 | ||
112 | 87.4 | 69,8 | ||
112 | 93.4 | 74,9 | ||
112 | 99.5 | 74,9 |