Fasteignaleitin
Skráð 4. des. 2025
Deila eign
Deila

Flögusíða 8

EinbýlishúsNorðurland/Akureyri-603
202.3 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
119.900.000 kr.
Fermetraverð
592.684 kr./m2
Fasteignamat
92.350.000 kr.
Brunabótamat
106.450.000 kr.
Mynd af Helgi Steinar Halldórsson
Helgi Steinar Halldórsson
Löggiltur fasteigna- og skipasali
Byggt 1980
Þvottahús
Garður
Útsýni
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2146280
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ekki skoðað.
Raflagnir
Ágætt
Frárennslislagnir
Ekki skoðað
Gluggar / Gler
Ágætt - 2 gler orðin þreytt.
Þak
Ekki vitað.
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Verönd sem snýr til s/vesturs
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Tveir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Sjáanlegar skemmdir á innihurð í einu barnaherbergi og baðherbergi niðri.
Sprunga í gleri í baðherbergi.
Móða í glugga í hjónaherbergi.
Kasa fasteignir 461-2010.

Flögusíða 8 - Gott og vel skipulagt 5 herbergja 202,3 fm einbýlishús á pöllum með góðum sólpalli og bílskúr á vinsælum stað í Síðuhverfi. Eignin er á rólegum stað innst í botnlanga.

Eignin skiptist í:

Miðpallur: Forstofa, svefnherbergi, snyrting, hol, þvottahús, geymsla og bílskúr.
Efri pallur: Eldhús, stofa og borðstofa. 
Neðri pallur: Hol, þrjú svefnherbergi og baðherbergi.

Forstofa er með flísum á gólfi og rúmgóðum fataskáp. Úr forstofu er gengið inn á hol sem nýtist í dag sem sjónvarpshol, þar er parket á gólfi og hurð út til suðurs á mjög rúmgóða timbur verönd með heitum potti.
Eldhús er með mjög rúmgóðri eikar innréttingu með góðu skápa- og bekkjarplássi. Sérsmíðaðar innréttingar eru í eldhúsi. Pláss er fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingu. Bakaraofn í vinnuhæð. Flísar eru á milli skápa og korkur á gólfum. Rúmgóður borðkrókur.
Stofa og borðstofa eru í opnu og björtu rými og með gluggum til þriggja átta. Parket er á gólfi og loft er tekið upp. 
Svefnherbergin eru fjögur, öll með parketi á gólfi og þrjú með fataskápum. Úr hjónaherbergi er hurð út til suðurs á timbur verönd.
Baðherbergi er flísalagt bæði gólf og veggir, ljós sprautulökkuð innrétting ásamt eikarlituðum skápum, upphengt salerni, mjög rúmgóð sturta, handklæðaofn og opnanlegur gluggi. 
Snyrting er hjá holi á miðpalli, þar er flísalagt í hólf og gólf, handlaug og salerni.
Þvottahús er jafnframt annar inngangur í eignina. Þar eru flísar á gólfi og ljós innrétting með plássi fyrir þvottavél og þurrkara. Úr þvottahúsi er gengið inn í geymslu og þaðan inn í bílskúr. 
Geymsla er inn af bílskúrnum með flísum á gólfi og hillum. Opnanlegur gluggi er á geymslunni.
Bílskúr er skráður 35,8 fm að stærð og þar er lakkað gólf. Skriðkjallari eru undir hluta af bílskúr.

- Loft eru tekin upp í helstu rýmum á efsta- og miðpalli.
- Baðherbergi niðri og eldhús var gert upp í kringum 2010.
- Fyrir framan eignina er steypt bílaplan með munstursteypu. 
- Hiti er í bílaplani og gönguleið.
- Hitaveitupottur er á sólpalli.
- Gróin lóð í kringum húsið.
- Leik- og fótboltavöllur er rétt við húsið.
- Eignin er í einkasölu

Nánari upplýsingar í síma 461-2010 eða kasa@kasafasteignir.is

------------

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kasa fasteignir benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald sýslumanns af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati eignar.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
08/12/201030.050.000 kr.40.500.000 kr.202.3 m2200.197 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Arnarsíða 10b
Bílskúr
Skoða eignina Arnarsíða 10b
Arnarsíða 10b
603 Akureyri
231.8 m2
Raðhús
726
496 þ.kr./m2
115.000.000 kr.
Skoða eignina Fannagil 6
Bílskúr
Skoða eignina Fannagil 6
Fannagil 6
603 Akureyri
187.5 m2
Parhús
624
633 þ.kr./m2
118.600.000 kr.
Skoða eignina Fannagil 6
Bílskúr
Skoða eignina Fannagil 6
Fannagil 6
603 Akureyri
187.5 m2
Parhús
624
633 þ.kr./m2
118.600.000 kr.
Skoða eignina Hrísmói 5
Hrísmói 5
603 Akureyri
144.5 m2
Raðhús
423
795 þ.kr./m2
114.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin