Eignasala.is kynnir til sölu virkilega fallega, bjarta og vandaða 5 herbergja 161,2 fermetra íbúð á jarðhæð með sér u.þ.b. 100,0 fermetra viðarverönd með skjólveggjum í góðu og vönduðu fjölbýlishúsi við Lund í Kópavogi auk sér bílastæðis í lokaðri og upphitaðri bílageymslu. Aukin lofthæð er í íbúðinni og gluggar stórir þannig að íbúðin er mjög björt og skemmtileg. Tvö baðherbergi eru í íbúðinni. Fataskápar, innihurðir og hluti eldhúsinnréttingar eru úr mjög fallegri hnotu.
Lýsing eignar:
Forstofa, rúmgóð, flísalögð og með fataskápum á heilum vegg upp í loft.
Baðherbergi 1, flísalagt gólf og veggir, innrétting með föstum spegli, handklæðaofn, vegghengt wc og flísalögð sturta með sturtugleri.
Þvottaherbergi, flísalagt gólf og miklar innréttingar með vinnuborði og vaski.
Hol, gengið um stóra glerrennihurð úr forstofu í parketlagt hol.
Eldhús, flísalagt og rúmgott, opið við stofu. Fallegar innréttingar úr hnotu og hvítar sprautulakkaðar með flísum á milli skápa, tengi fyrir uppþvottavél og gert ráð fyrir tvöföldum ísskáp með klakavél. Í eldhúsi er stór eyja með helluborði og háfi yfir og áfastri borðaðstöðu.
Samliggjandi stofur, parketlagðar og rúmgóðar með útgengi á mjög stóra afgirta sér viðarverönd til suðurs, vesturs, austurs og suðurs. Sól kemur inn á veröndina á morgnana og til hádegis austantil en kemur svo inn á vestari hluta verandar um kl. 14 og er fram á kvöld.
Sjónvarpshol, parketlagt og rúmgott.
Barnaherbergi I, parketlagt og rúmgott með fataskápum.
Barnaherbergi II, parketlagt og rúmgott með fataskápum.
Hjónasvíta samanstendur af hjónaherbergi, fataherbergi og baðherbergi:
Hjónaherbergi, parketlagt og rúmgott með útgengi á sömu verönd til austurs.
Fataherbergi, parketlagt og með föstum spegli á einum vegg. Fastar innréttingar í fataherbergi og rennihurð við herbergi.
Baðherbergi, flísalagt gólf og veggir, innrétting, fastur spegill, vegghengt wc, handklæðaofn og flísalögð sturta með sturtugleri.
Sér bílastæði í bílageymslu og það er mjög vel staðsett nærri inngangi í stigahús hússins. Í bílageymslu er sameiginlegt þvottastæði með öllum græjum.
Sér geymsla er á hæðinni, 7,4 fermetrar að stærð.
Tvær sameiginlegar hjólageymslur eru í húsinu, önnur á 1. hæð og hin innaf bílakjallara.
Húsið að utan er í góðu ástandi, byggt árið 2013 og klætt að utan að hluta.
Lóðin er fullfrágengin og mjög snyrtileg með góðri aðkomu um upphitaðan ramp upp á stórt bílastæði sem er sameiginlegt fyrir húsin nr. 2-6 við Lund og er með miklum fjölda bílastæða.
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á eftirsóttum stað niður við Fossvoginn þaðan sem stutt er í fallegt útivistarsvæði og gönguleiðir og stutt er í þjónustu.
nánari upplýsingar á skrifstofu Hafnargötu 90a í síma 4206070 eða julli@eignasala.is og eignasala@eignasala.is