Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega bjarta, fallega og vandaða 90,2 fermetra 2ja - 3ja herbergja íbúð á 1. hæð með útgengi út úr stofu á virkilega stóra og fallega viðarverönd til suðurs, vesturs og norðurs í nýlegu og vönduðu fjölbýlishúsi með lyftu í þessu eftirsótta hverfi á Kársnesinu í Kópavogi. Sérgeymsla í kjallara fylgir íbúðinni. Mjög góð aðkoma er að húsinu, fjöldi bílastæða á bílaplani og sameiginlegar hleðslustöðvar fyrir rafbíla.
Mögulegt væri að færa eldhús inn í stofu og útbúa annað herbergi í íbúðinni þar sem eldhúsið er þar sem allar lagnir eru í vegg í stofu til að útbúa eldhús skv. teikningum.
Lýsing eignar:
Forstofa, flísalögð, með stórum innbyggðum fataskápum ásamt innbygðum skóskápum.
Hol, parketlagt.
Eldhús, er opið við stofur, parketlagt, bjart og rúmgott með góðri borðaðstöðu, miklum gluggum og virkilega fallegri innréttingu frá Brúnás með miklu skápaplássi, ofni, örbygljuofni og innbyggðri uppþvottavél. Eyja með spanhelluborði, góðum hirslum og áfastri borðaðstöðu. Öll tæki eru frá AEG.
Samliggjandi stofur, mjög stórar, rúmgóðar og bjartar með gluggum í tvær áttir og útgengi á um 50 fermetra viðarverönd með skjólveggjum til suðurs, vesturs og norðurs.
Svefnherbergi, er rúmgott, parketlagt og með miklum innbyggðum fataskápum.
Baðherbergi, er rúmgott, flísalagt í gólf og veggi, með vandaðri innréttingu frá Brúnás, handklæðaofni, vegghengdu wc og flísalagðri gólfsturtu með sturtugleri og sturtuhurð úr gleri. Innbyggð vönduð innrétting frá Brúnás með tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Íbúðin er með innbyggðri led-lýsingu í loftum og aukinni lofthæð.
Í kjallara eru:
Sérgeymsla, sem er 7,6 fermetrar að stærð.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla, með útgengi á lóð.
Lóðin er fullfrágengin með tyrfðum flötum og hitalögnum í gangstétt fyrir framan hús, mjög góðri aðkomu með fjöla bílastæða á malbikuðu stóru bílaplani og sameiginlegum rafhleðslustöðvum.
Byggingaraðili hússins er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. - www.bygg.is
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð, mjög miðsvæðis, þaðan sem stutt er í verslanir, þjónustu, Sky Lagoon o.fl. Fallegar göngu/hjólaleiðir og útivistarsvæði í nágrenninu.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is