Hraunhamar fasteignasala kynnir einstaklega fallega og mikið uppgerða þriggja herbergja rishæð á einstökum stað við lækinn í miðbæ Hafnarfjarðar.
Stutt í alla helstu þjónustu og í göngufæri við skóla og leikskóla. Íbúðin er skráð 79,9 fm. skv. HMS. en er að hluta til undir súð svo gólfflötur er stærri. Nánari lýsing :Sameiginlegur inngangur með miðhæð.
Útgengt á sér
svalir frá stigagangi.
Forstofa með fatahengi,
Hol, geymsluskápur/búr.
Rúmgott bjart
svefnherbergi með glugga á tvo vegu.
Ný eldhúsinnrétting og tæki (2025),
eldhús er opið inn í borðstofu.
Björt
borðstofa og
stofa með útsýni yfir lækinn.
Barnaherbergi með glugga á tvo vegu.
Flísalagt
baðherbergi, hvít innrétting með handlaug, upphengt salerni og sturta. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara, gluggi á baðherbergi.
Geymsluloft er yfir íbúðinni.
Köld sameiginleg útigeymsla og sameiginlegt þvottahús.
Sameiginleg verönd.
Skv. eiganda hafa eftirfarandi framkvæmdir átt sér stað seinustu ár.:2015/2016: Pergo harðparket
2015: Sérsmíðuð gerefti í kringum þá glugga sem hafa verið endurnýjaðir.
2016: Baðherbergi endurnýjað
2016: Nýjar innstungur og tenglar
2020: Ný rafmagnstafla innan íbúðar.
2025: Ný eldhúsinnrétting og heimilistæki.
2025: Nýr klósettkassi.
Um er að ræða sjarmerandi íbúð sem vert er að skoða.
Allar nánari upplýsingar veitir Glódís Helgadóttir löggiltur fasteignasali í s. 659-0510 eða á netfangið glodis@hraunhamar.isSkoðunarskylda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. –3.800 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi
Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983
Hraunhamar, í fararbroddi í 40 ár. – Hraunhamar.is