***Laus við kaupsamning***
RE/MAX og Sigríður Guðnadóttir kynna: Fallega og mikið endurnýjaða íbúð með sér inngangi í einstaklega góðu hverfi. Húsið var nánast allt tekið í gegn að utan 2016 - 2022, nýtt þakjárn, nýjar þakrennur þar sem þurfti ásamt því að þrjár hliðar hússins voru klæddar og restin af húsinu var yfirfarið og málað.Íbúðin er skráð skv. FMR: 78,4 fm og er gert ráð fyrir geymslu innan íbúðar.
SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT SENT STRAX!!Nánari lýsing:
Forstofan er mjög rúmgóð með parket á gólfi, og er gert ráð fyrir því að hægt sé að loka af geymslu í því rými.
Svefnherbergi með parket á gólfi, sem er nýtt sem geymsla í dag.
Eldhús með einstaklega fallegri dökkri innréttingu, parket á gólfi og góðum
borðkrók. Stofan er opin inn í eldhús með parket á gólfi.
Lítið hol fyrir framan hjónaherbergi og bað með parket á gólfi.
Hjónaherbergi er rúmgott með parket á gólfi og útgengi út í
afgirtan sameiginlegan garð. Baðherbergi er einstaklega fallegt, flísalagt með sturtu, fallegri innréttingu, handklæðaofn og t.f. þvottavél og þurrkara.
Einstaklega falleg og mkið uppgerð íbúð í góðu hverfi.
Stutt í alla þjónustu, leikskóla, skóla o.fl.Nánari upplýsingar gefur Sigríður lgf. í síma 663 3219 eða sigga@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.