Opið hús:05. feb. kl 17:00-17:30
Skráð 29. jan. 2026

Álftaland 7

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Háaleitis- og Bústaðahverfi-108
119.4 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
109.900.000 kr.
Fermetraverð
920.436 kr./m2
Fasteignamat
90.650.000 kr.
Brunabótamat
59.300.000 kr.
Mynd af Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1982
Þvottahús
Garður
Útsýni
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2036628
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Endurnýjað að hluta
Raflagnir
Endurnýjað að hluta
Frárennslislagnir
Ekki vitað
Gluggar / Gler
Endurnýjað að hluta
Þak
Ekki vitað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Tvennar svalir
Lóð
16,43
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Rætt hefur verið að skipta um teppi í stigagang en ekki búið að samþykkja. 
RE/MAX og Guðrún Lilja löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Einstaklega falleg og töluvert endurnýjuð 4-5 herbergja endaíbúð á 2. hæð í litlu fjölbýlishúsi við Álftaland 7 í Fossvoginum. Eignin er skráð alls 119,4 fm. og skiptist í forstofu, eldhús opið til borðstofu og stofu, baðherbergi og þrjú svefnherbergi innan íbúðar í dag. Yfirbyggðar svalir til suðurs úr stofu og svalir úr hjónaherbergi til vesturs.  Í sameign er einnig auka svefnherbergi (fjórða) sem fylgir íbúð með aðgang að sameiginlegu salerni. Sérgeymsla íbúðar er staðsett í sameign og sameiginlegt þvottahús ásamt hjóla- og vagnageymslu.  

Glæsilegt útsýni - Rúmgóð og björt íbúð með mikla möguleika - Eftirsótt staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, verslanir og fallegar göngu- og hjólaleiðir.  Eign sem vert er að skoða.


KÍKTU Í HEIMSÓKN OG SJÁÐU EIGN Í 3D MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

FÁÐU SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Lilja í síma 867-1231 eða með tölvupósti gudrunlilja@remax.is

Nánari lýsing:  
Aðkoman að húsinu er mjög snyrtileg og aðeins ein íbúð er á hæð (samtals fimm íbúðir í húsinu). Gluggar eru á þrjá vegu í íbúðinni og er hún því einstaklega björt. Glæsilegt útsýni til suðurs og víðar.
Íbúðin er skráð 100,5 fm. - svefnherbergi í sameign 13,2 fm. og sérgeymsla 5,7 fm. Samtals birt stærð eignarinnar 119,4 fm. og að auki hlutdeild í sameign.
Forstofa er með tvöföldum nýlegum fataskáp.
Baðherbergi er nýlega endurnýjað og með fallegri ljósri vaskinnréttingu með góðu skápaplássi, sturta með glerþili og upphengt salerni. Flísar eru á gólfum og vegg að hluta, góður opnanlegur gluggi.  
Eldhús er nýlega endurnýjað með fallegum og stílhreinum innréttingum, kvarts-steinn á borðum.  Mjög gott skápapláss er í innréttingu, ofn í vinnuhæð, innbyggð uppþvottavél og einnig tækjaskápur.  Í eldhúseyju er spanhelluborð og vifta.
Borðstofa og stofa er í rúmgóðu og björtu alrými, stórir gluggar með glæsilegu útsýni. Útgengt er út á svalir til suðurs með svalarlokun. 
Hjónaherbergi (1) er mjög rúmgott og bjart með miklu skápaplássi, parket á gólfum. Út hjónaherbergi er útgengt út á vestur svalir.
Svefnherbergi
 (2) er einnig mjög rúmgott og bjart með tvöföldum fataskáp, parket á gólfum.
Búið er að stúka af gluggalaust auka svefnherbergi (3) í hluta stofunnar með fallegum hvítum skápum stofumegin og rennihurð.  (Skáparnir eru lagðir ofaná parketið svo einfalt er að fjarlægja þá til að fá fulla stærð í stofuna aftur)

Svefnherbergi (4) er staðsett í sameign um 13,7 fm. að stærð (skráð sem geymsla) með opnanlegum glugga og nýlegu fallegu harðparketi á gólfi. 
Aðgengi er að sameiginlegri salernisaðstöðu í sameign.
Sérgeymsla íbúðar er 5,7 fm. að stærð, staðsett í sameign.
Þvottahús er sameiginlegt, mjög snyrtilegt þar sem hver og einn er með tengi fyrir sína vél. Einnig er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.
Bílastæði eru sameiginleg fyrir framan hús.
Garður er sameiginlegur, mjög snyrtilegur með hellulagðri verönd bakatil, tyrfð og með trjágróðri, sjávargrjót er upp við hús.

Helstu endurbætur og viðhald síðustu ára
2026:
Yfirstandandi/samþykkt; Austurhlið verður máluð næsta vor. Skipta út hurðum og teppum í stigagangi.
2025: Múrviðgerðir á austurhlið og skipt um gler að hluta.
2024: Parket íbúðar pússað upp og lakkað og settir nýjir fataskápar að hluta.
2022: var eldhús endurnýjað.
2020-2021 var húsið allt sprunguviðgert og málað, svalir endurmúraðar og sett ný útiljós á svalir. Skipt var um þrýstijafnara á heitu vatni í sameign. Tréverk endurnýjað í þakkanti.
2018 var baðherbergi gert upp. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.   2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 3.800 af hverju skjali.  3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.   4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
12/10/202051.000.000 kr.55.200.000 kr.119.4 m2462.311 kr.
22/05/201847.400.000 kr.53.500.000 kr.119.4 m2448.073 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2026

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Orkureitur - D1-506
Opið hús:31. jan. kl 13:00-13:30
Orkureitur - D1-506
108 Reykjavík
88.5 m2
Fjölbýlishús
312
1185 þ.kr./m2
104.900.000 kr.
Skoða eignina Orkureitur D2 408
24043_IS_Orku_D_06_EVENING_2025_03_11.jpg
Orkureitur D2 408
108 Reykjavík
103.7 m2
Fjölbýlishús
322
1059 þ.kr./m2
109.800.000 kr.
Skoða eignina Orkureitur D2 308
Friðjón_vefur (6).jpg
Orkureitur D2 308
108 Reykjavík
104.6 m2
Fjölbýlishús
322
1032 þ.kr./m2
107.900.000 kr.
Skoða eignina Orkureitur D1 405
22083_ORKU_drone53_2025-03-25.jpg
Orkureitur D1 405
108 Reykjavík
105.4 m2
Fjölbýlishús
322
1138 þ.kr./m2
119.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2026 - Fasteignaleitin