Í einkasölu fallega, vel skipulagða og einstaklega sjarmerandi þriggja herbergja íbúð á efstu hæð við Sólvallagötu 37.
Samkvæmt HMS er birt flatarmál eignarinnar 68,2 fermetrar, en gólfflötur íbúðarinnar er meiri þar sem hún er að hluta undir súð og nýtist rýmið mun betur en fermetratölur gefa til kynna. Eins er geymsla í kjallara ekki skráð inn í fermetratölu eignarinnar. Fasteignamat 2026: kr 68.200.000,Nánari upplýsingar má fá hjá fasteigansala. Halldór Freyr Sveinbjörnsson - 6932916 - halldor@fastgardur.isNánari lýsing eignarAnddyri / hol:Gengið inn í rúmgott hol sem tengir saman svefnherbergi, baðherbergi og samliggjandi eldhús- og stofurými.
Eldhús og stofa: Bjart og opið rými þar sem eldhús og stofa eru samliggjandi. Hvít og snyrtileg IKEA eldhúsinnrétting. eldhústæki endurnýjuð fyrir nokkrum árum þegar eldhús var fært inn í stofu. Fallegt eikarparket er á gólfum.Útgengt úr stofu á suðvestursvalir með útsýni yfir gróinn og skjólgóðan sameiginlegan garð ásamt fallegu útsýni yfir vesturbæinn.
Svefnherbergi:Tvö rúmgóð svefnherbergi, bæði með eikarparketi. Góður fataskápur er í hjónaherbergi. Geymslu súð er meðfram herbergjunum.
Baðherbergi: Snyrtilegt baðherbergi sem var nýlega endurnýjað, upphengt salerni, innrétting og sturtuaðstaða.
Sameign og geymslur:Sameign er afar snyrtileg og vel við haldið. Í stigagangi eru aðeins fjórar íbúðir.
– Sameiginlegt þvottahús og hjólageymsla.
– Lítil sérgeymsla fylgir íbúðinni (ekki inni í skráðri fermetratölu).
– Óskráð geymslupláss í risi fylgir einnig.
Annað samkvæmt fyrri eiganda:2020 Skipt um glugga í stigagangi og svalahurð endurnýjuð.
Árið 2018 voru pípulagnir yfirfarnar og þær endurnýjaðar eftir þörfum. Rafmagn hefur einnig verið endurnýjað að hluta.