Úugata 86, 234.0 fm 6-7 herb. hús á tveimur hæðum á mjög góðum stað í Helgafellslandinu í Mosfellsbæ. Húsið er samtals 234 fm að stærð með bílskúr og mögulegri "stúdíóíbúð" á neðri hæð. Húsið er í byggingu og gert ráð fyrir að afhenda það í sept. 2026 og afhendist húsið fullfrágengið að utan með að mestu frágenginni lóð en á byggingarstigi 3 að innan þ.e. tilbúnu til innréttingar. Sjá nánar í skilalýsingu.Eignin
er skráð sem hér segir hjá Þjóðskrá: Fastanr. 252-4867, nánar tiltekið eign merkt 01-01, birt heildarstærð er um 234.0 fm. Svalir eru út frá efri hæð og eru ca 51 fm að stærð.
Eignin skiptist í:NEÐRI HÆÐ: Stúdíóíbúð, baðherbergi, tvö svefnherbergi, og fjölskyldurými/herbergi.
EFRI HÆÐ: Anddyri, innangengt í bílskúr, herbergi/skrifstofa, snyrting með sturtu, alrými sem er eldhús og stór stofa, gengið út á stórar svalir.
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit.Nánari lýsing eignarinnar:
EFRI HÆÐ/INNGANGSHÆÐ: Rúmgott anddyri , herbergi /skrifstofa. Snyrting með sturtuaðstöðu. Eldhús, opið að hluta yfir í rúmgóða stofa , gengið út á stórar svalir í L. Innangengt úr forstofu í góðan bílskúr. Steyptur stigi milli hæða.
NEÐRI HÆÐ: Stúdíóíbúð með sérinngangi en innangengt í aðaleign. Er eldhús, baðherbergi og alrými. Á neðri hæð eru einnig: Rúmgott hjónaherbergi, fjölskylduherbergi og tvö önnur herbergi ásamt baðherbergi með þvottaaðstöðu.
Húsið verður afhent í september 2026.
SKILALÝSING: HÚSIÐ AÐ UTAN OG LÓÐ: Húsið afhendist fullfrágengið að utan, staðsteypt hús. Húsið er almennt klætt með standandi Bemo klæðningu ral 9005 á álundirkerfi frá Byko.Timburklæðning er við inngang og frá svölum. Gluggar Í húsinu eru álklæddir timburgluggar svartir að lit. Lóð er frágengin að mestu. Á lóð eru 3 steypt bílastæði og gönguleið að húsi, með snjóbræðslu. Sportunnuskýli fyrir 3 sorptunnur eru við bílaplan. Svalir ,handrið úr tvöföldu 8mm samlímdu hertu gleri. Göngustigi niður í garð á 1 hæð, komið á steypta munstursteypu sem er afmörkuð á grunnmynd 1 hæðar. Heitur og kaldur potTur með útisturtu. Snjóbræðsla í steypu ,lóð.
HÚSIÐ AÐ INNAN: Gólf verða flotuð og rykbundin.
Veggir: steyptir veggir eru sparslaðir og grunnaðir í hvítum lit. Léttir innveggir gipsklæddir með tvöföldu gipsi,spaslaðir og grunnaðir í hvítum lit. veggir í baðherbegjum eru ófrágengnir að hluta. Loft spaslað og grunnað í hvítum lit.
Rafkerfi : Inntak og rafmagnstafla uppsett í bílskúr. Gert er ráð fyrir hleðslustöð fyrir rafbíl. Dregið verður í Lagnir.
Útiljós eru uppsett á húsi.
Lagnir og hitakerfi: Inntak hita og neysluvatns er frágengið, en án hitastýringar.
Gólfhitakerfi er í húsinu frágengið með hitastýringu. Neysluvatn lagt í gólf og veggi skv. teikningum. Lagnaleið fyrir útisturtu, heitan kaldan pott er út á verönd. Húsið er hitað upp með hefðbundnu gólfhitakerfi. Hámarkshiti á heitu vatni eru 60°C. Stofninntak neysluvatnslagna er tengt og frágengið. Neysluvatnskerfi er með forhitara.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn M. Friðgeirsson Löggiltur fasteignasali, í síma 899-1882, tölvupóstur thorarinn@eignamidlun.is eða skrifstofa Eignamiðlunar í síma 588-9090