Við VILLAMARTIN golfvöllinn – DRAUMAEIGN GOLFARANS
VALBORG FASTEIGNASALA KYNNIR: Mikið endurnýjuð og rúmgóð 3ja – 4ra herb. íbúð með sérinngangi á frábærum stað alveg við Villamartin golfvöllinn. Frábært útsýni yfir golfvöllinn og sundlaugargarðinn.
SVONA ÚTSÝNISEIGNIR KOMA SJALDAN Í SÖLU OG SELJAST VENJULEGA FLJÓTT.
Íbúðin er 98 – 100 fm rúmgóð með tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, þe. hjónasvíta með sérbaði og annað herbergi og baðherbergi, en auðvelt væri að bæta við þriðja herberginu. Rúmgóð stofa og borðstofa, eldhús og þvottahús. Íbúðin er með sérinngnangi. Íbúðin er mikið endurnýjuð, nýleg eldhúsinnrétting með fallegri nýrri steinplötu, uppþvottavél og gashelluborð frá 2018 / 2019, nýir vandaðir fataskápar, nýjar vandaðar hurðir sem ná upp í loft, falleg kamína, nýir gólfsíðir gluggar með góðri einangrun og innbyggðum rafdrifnum gardínum með fjarstýringu í stofu og báðum svefnherbergjum, flugnanet ofl. Sérlega smekklega og vel gert. Nýleg 2018/ 2019 fjarstýrð loftkæling í öllum rýmum eignarinnar. Nýlega máluð og stofurými sléttað.
Fallegur og gróinn sundlaugargarður. Stæði fyrir golfbíla inni á lóð og beinn aðgangur að golfvellinum.
Nánari upplýsingar veitir
Maria Guðrún Sigurðardóttir , í síma 8201780, tölvupóstur maria@valborgfs.is.
Jónas Ólafsson, í síma 8244320 , tölvupóstur jonas@valborgfs.is.
Stofa II: Fallegur arin, gólfsíðir gluggar, flísar á gólfi. Auðvelt að breyta í þriðja svefnherbergið.
Eldhús: Mjög gott eldhús með nýjum tækjum, nýr steinn á borðum, gaseldavél, nýr vaskur, eldhúsinnrétting frá 2008.
Svefnherbergi I: Rúmgott herbergi með útgengi á svalir, vandaður ný fataskápur.
Svefnherbergi II: Gott herbergi með vönduðum nýjum fataskáp.
Baðherbergi I: Flísalagt í hólf og gólf með ljósri innréttingu, sturta, nýtt klósett
Baðherbergi II: Inn af svefnherbergi I, innrétting, sturtuklefi, nútt klósett.
Þvottahús: með þvottavél sem fylgir ásamt fleiru.
Geymsla:
Nýjar vandaðar hurðir sem ná upp í loft.
Íbúðin var flísalögð 2008 og svalir flísalagðar 2019.
Þak viðgert af AXA tryggingarfélagi, sept 2020 staðfesting fæst hjá Adminstration office.
Stórar svalir, ca. 24 fm. með einstöku útsýni yfir Villamartin golfvöllinn.
Frábært skipulag, allt á einni hæð.
Fallegur og gróinn sundlaugargarður. Stæði fyrir golfbíla inni á lóð og beinn aðgangur að golfvellinum.
Örstutt göngufæri í verslanir og veitingastaði. Ca. 50 mín akstur frá Alicante flugvelli. Stutt í Villamartin Plaza verslunar og veitingahúsakjarnann og í La Zenia Boulevard, vinsælu verslunarmiðstöðina. Örstutt á frábæra golfvelli, Villamartin, Las Ramblas, Las Colinas og ótal fleiri. El Limonar, einn besti alþjóðlega einkaskólinn á svæðinu er örstutt frá.
Einstakt tækifæri til að eignast góða íbúð á frábærum stað.
Íbúðin afhendist fullbúin nýlegum og vönduðum húsgögnum og húsbúnaði þannig að hægt er að mæta bara á staðinn og byrja að njóta frá fyrsta degi. Að frádregnum nokkrum persónulegum hlutm.
Ca. 10 mínútna akstur niður á fallegar strendur La Zenia og Cabo Roig.
Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.
Verð er 39.800.000- (miða við gengi 150 á evrunni).
Seljandi er opinn fyrir hvers konar skiptum.
Nánari upplýsingar veitir Maria Guðrún Sigurðardóttir , í síma 8201780, tölvupóstur maria@valborgfs.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til
seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta
fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum
kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.