VALBORG fasteignasla kynnir í einkasölu Valsheiði 17, 810 Hveragerði.
Eignin er í útleigu til 15.11.2025, góðar leigutekjur og traustur greiðandi.
Einbýlishús með fimm svefnherbergjum, í grónu og barnvænu hverfi, stór bílskúr, malbikað bílastæði og stór timburverönd með heitum potti.
Eignin er samtals 201,5 m² m2 að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands, íbúðin er 164 m² og bílskúr 37,5 m².
Skipting eignar er eftirfarandi: forstofa, stofa,eldhús, sjónvarpshol, baðherbergi, gestasnyrting, fimm svefnherbergi, þvottahús/geymsla og bílskúr.
Skipulag eignarinnar er gott og hentar m.a stórum barnafjölskyldum vel. Hverfið er gróið og fallegt og fallegar hjóla og gönguleiðir allt um kring.Sjá staðsetningu hér:Nánari lýsing eignar:Forstofa: er flísalögð. Þar er þrefaldur fataskápur með góðu geymsluplássi.
Frá forstofu er innangengt í bílskúrinn.
Eldhús: stór innrétting með miklu skápa og skúffuplássi, bakarofn í vinnuhæð og pláss fyrir uppþvottavél og ísskáp.
Stofa: er parketlögð og með útgengt á timburverönd. Hann er skjólgóður og aflokaður. Þar er heitur pottur.
Baðherbergi: er flísalagt, þar er stór innrétting með handlaug, upphengt salerni, handkæðaofn, sturta og baðkar.
Gestasnyrting: er flísalögð, þar er upphengt wc og innrétting með handlaug.
Hjónaherbergi: er parketlagt. Þar er mikið skápapláss í sjöföldum fataskáp.
Barnaherbergi: eru fjögur, parket á gólfum. Fataskápur í einu herbergi.
Þvottahús: góð innrétting með skápum og skúffum,skolvaski og plássi fyrir þvottavéla & þurkara. Útgengt frá þvottahúsi út á lóð.
Bílskúr: er flísalagður, rúmgóður með miklu geymsluplássi.
Malbikað bílastæði fyrir framan hús.Gólfefni eignarinnar er parket og flísar.
Nánari upplýsingar veita:
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma
861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma
823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.