STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Um er að ræða rúmgóða 175,2 fm 4ra herbergja íbúð á þriðju og efstu hæð í snyrtilegu fjölbýli ásamt tveimur bílskúrum þar sem búið er að útbúa snyrtilega stúdíó íbúð úr öðrum bílskúrnum (33,8 fm). Báðir bílskúrarnir eru í útleigu. Íbúðin hefur fengið gott viðhald á undanförnum árum þar sem meðal annars er búið að skipta um glugga og gler í hluta íbúðar og sömuleiðis búið að skipta um hluta ofna innan íbúðar.
Stutt er í alla helstu þjónustu svo sem verslunarkjarnann Hólagarð sem hýsir m.a. Bónus, apótek, sportbar og Dominos. Stutt er svo í leik- og grunnskóla og aðra þjónustu ásamt því að gott strætisvagnakerfi er í göngufæri frá íbúðinni.
Íbúðin er 108,3 fm (merkt 03-0302), geymsla er 6,1 fm (merkt 03-0012), bílskúr er 33,8 fm (merkt 03-0002) og bílskúr sem er 27,0 fm (merkt 09-0101) samtals er eignin skráð 175,2 fm skv. skráningu Þjóðskrá Íslands.
Sýningu á bílskúrnum annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala. s.690-1472 eða með tölvupósti: eggert@stofnfasteignasala.isForstofa er með parket á gólfi og skápum.
Hol er með parketi á gólfi og hillum sem eru fylltar fallegum blómum.
Stofa er rúmgóð með parketi á gólfi og þaðan er útgengt á rúmgóðar suðursvalir.
Eldhús er með flísum á gólfi, hvítri innréttingu, svört borðplata ásamt svörtum flísum á milli efri og neðri skápa, háfur fyrir ofan helluborð.
Svefnherbergin eru þrjú og eru með plastparket á gólfum og skápar í tveimur af þrem herbergjum.
Baðherbergi er með flísar á gólfi og á hluta veggja, baðkar með sturtu, upphengt wc, gluggi með opnanlegt fag og handklæðaofn.
Þvottahús er á baðherbergi, tengi fyrir þvottavél, einnig er þurrkherbergi í sameign á jarðhæð.
Geymsla í sameign á jarðhæð.
Hjóla- og vagnageymsla í sameign.
Bílskúr I er búið að útbúa sem stúdíó íbúð og þar eru flísar á gólfi
Bílskúr II er með steypt gólf, heitt og kalt vatn, gluggi og tenglar fyrir rafmagn. Bílskúrinn er í leigu eins og er.