Fasteignaleitin
Skráð 23. apríl 2024
Deila eign
Deila

Ásvallagata 1

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
120.9 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
99.900.000 kr.
Fermetraverð
826.303 kr./m2
Fasteignamat
84.600.000 kr.
Brunabótamat
49.800.000 kr.
Mynd af Dagbjartur Willardsson
Dagbjartur Willardsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1930
Þvottahús
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2004141
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
3
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ekki vitað
Raflagnir
Ekki vitað
Frárennslislagnir
Ekki vitað
Gluggar / Gler
Ekki vitað
Þak
Ekki vitað.
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Í suður
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
RE/MAX og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna, Ásvallagötu 1, íbúð 0301 - fnr. 200-4141

Íbúðin er skráð 120,9 fm, 5 herbergja íbúð á 3. og efstu hæð í 3 hæða fjölbýlishúsi. Húsið er byggt árið 1930 og er steypt.  Íbúðarhlutinn er skráður 118,4 fm og geymsla í kjallara er skráð 2,5 fm. Hluti íbúðar er undir súð og þess vegna er gólfflötur íbúðar meiri en skráð er í birtri stærð hjá Þjóðskrá. 

3D - SKOÐAÐU HÚSIÐ Í ÞRÍVÍDDARUPPTÖKU HÉR -  3D

FÁÐU SENT SÖLUYFIRLIT YFIR EIGNINA HÉR.

Nánari lýsing:

Aðkoma: Hellulögð stétt að inngangi í húsið. 

Stigagangur: Einstaklega snyrtileg sameign með fallegum stiga upp að íbúðinni. 

Stofa/borðstofa: Parket á gólfi. Er að hluta til undir súð með fallegum kvisti  og glugga til austurs yfir Hólavallagarð. 

Eldhús: Parket á gólfi. Ný svört innrétting á tveimur veggja. Flísalagt á milli efri og neðri skápa. Bakaraofn og gashelluboð með háfi yfir. Gluggi sem snýr að baklóð hússins. 

Svefnherbergi: Geta verið 5 og þar af eru þrjú í aðalíbúð en svo eru í raun 2 herbergi gengt inngangi í íbúðina og þar er annað herbergið inn af hinu. 

Baðherbergi: Dúkur á gólfi. Flísalagt upp á miðja veggi. Baðkar með sturtutæki. Skápar og handlaug. Tengi fyrir þvottavél er í rýminu og er núverandi eigandi með þvottavélina þar en einnig er sameiginlegt þvottahús í kjallara. 

Geymsla: Læst geymsla í kjallara og er hún skráð 2,5 fm. Sameiginlegt þvottahús er einnig í kjallara. 

Risloft: Er óeinangrað en nýtist vel sem geymsla og og er niðurdraganlegur stigi þangað upp. 

Svalir: Svalir sem snúa í suður og er algjör hitapottur á góðviðrisdögum með sól frá morgni til kvölds. 


Ásvallagata 1 er einstaklega sjarmerandi eign þar sem haldið hefur verið í stíl og uppruna hússins með því viðhaldi sem unnið hefur verið.  Þetta er vel staðsett eign í hjarta vesturbæjarins - stutt er í skóla, sundlaug, hverfisverslun og alla þjónustu, veitingastaðir og önnur afþreying borgarinnar í göngufjarlægð.

Fróðleikur um húsið:
Húsið sem íbúðin er í var “Hús dagsins” hjá Guðjóni Friðrikssyni sagnfræðingi 26. mars 2020 og hann skrifaði eftirfarandi um það: “ Ásvallagata 1 í Reykjavík. Þetta mikla hornhús, sem teiknað var af Hafliða Jóhannssyni, er nokkuð sérstakt með hálfgerðum kastalaturni á bláhorninu og klassískum stórum kvistum á þaki álmanna báðum megin. Fyrir byggingu þess stóð einn þekktasti borgari Reykjavíkur árið 1930. Sá var Magnús Benjamínsson úrsmíðameistari, þá kominn fast að áttræðu. Verslun hans og vinnustofa í Veltusundi, sem bar nafn hans, var meðal þekktustu og langlífustu verslana Reykjavíkur og sjálfur var hann í fararbroddi iðnaðarmanna. Hann var meðal þeirra sem stóðu að því að reisa Iðnó og stofna Leikfélag Reykjavíkur. Hér bjó hann ásamt konu sinni, Sigríði Einarsdóttur, til dauðadags 1942 og hún áfram þar til hún dó 1956. María dóttir þeirra bjó einnig í húsinu ásamt Sverri Sigurðssyni manni sínum en hann tók við úrsmíðaverkstæði og verslun Magnúsar Benjamínssonar. Eins og á fjölmörgum götuhornum í Reykjavík voru strax í upphafi verslanir í kjallaranum Ljósvallagötumegin, fyrst útibú frá matvöruversluninni Liverpool og mjólkur- og brauðsölubúð sem Mjólkurfélag Reykjavíkur rak. Síðar kom hér mjólkurbúð frá Mjólkursamsölunni, Verslunarútibú Liverpool varð ekki langlíft hér en nokkrar skammlífar nýlenduvöruverslanir komu í kjölfar hennar. Árið 1938 var svo Verslunin Brekka opnuð í kjallaranum og rekin hérna fram undir aldamótin 2000. Kaupmaðurinn hét Ríkarður Kristmundsson. Hann dó 1970 og þá tóku aðrir við versluninni. Um húsið að öðru leyti má segja að í því var félagsheimili Kvenfélagsins Hringsins um árabil en aðallega þó heimili alls konar fólks. Ekki verður það talið upp en nefna má þó Jónas Þorbergsson, fyrsta útvarpsstjórann, sem bjó hér í nokkur ár ásamt fjölskyldu og Ara Arnalds sýslumann, ættföður Arnaldsættarinnar sem átti hér sitt síðasta heimili.”


Allar nánari upplýsingar veitir:
Dagbjartur Willardsson lgf hjá RE/MAX í s: 861-7507 eða á daddi@remax.is

Ég býð upp á frítt söluverðmat á þinni eign og veiti góða og lipra þjónustu. 


Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - breytilegt, sjá gjaldskrá á heimasíðum lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
08/05/202060.150.000 kr.55.000.000 kr.120.9 m2454.921 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Tryggvagata 4-6
3D Sýn
Opið hús:02. maí kl 17:00-18:00
Skoða eignina Tryggvagata 4-6
Tryggvagata 4-6
101 Reykjavík
112.2 m2
Fjölbýlishús
422
881 þ.kr./m2
98.900.000 kr.
Skoða eignina Vesturvin V2 íb 306
Bílastæði
Opið hús:05. maí kl 13:00-14:00
Vesturvin V2 íb 306
101 Reykjavík
92.8 m2
Fjölbýlishús
312
1061 þ.kr./m2
98.500.000 kr.
Skoða eignina Vesturvin V1 íb 308
Bílastæði
Opið hús:05. maí kl 13:00-14:00
Vesturvin V1 íb 308
101 Reykjavík
94.5 m2
Fjölbýlishús
312
1063 þ.kr./m2
100.500.000 kr.
Skoða eignina Óðinsgata 6A
Skoða eignina Óðinsgata 6A
Óðinsgata 6A
101 Reykjavík
115 m2
Einbýlishús
423
869 þ.kr./m2
99.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache