Fasteignaleitin
Opið hús:15. des. kl 17:00-17:30
Skráð 11. des. 2025
Deila eign
Deila

Kveldúlfsgata 2A

EinbýlishúsVesturland/Borgarnes-310
294.8 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
122.000.000 kr.
Fermetraverð
413.840 kr./m2
Fasteignamat
83.450.000 kr.
Brunabótamat
126.270.000 kr.
Mynd af Þórarinn Halldór Óðinsson
Þórarinn Halldór Óðinsson
Lögg. fasteignasali
Byggt 1972
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Útsýni
Sérinng.
Fasteignanúmer
2111520
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjaðar
Raflagnir
Endurnýjaðar að hluta
Frárennslislagnir
Upprunalegar/Óvitað
Gluggar / Gler
Upprunalegir. Allt gler endurnýjað í áföngum
Þak
Endurnýjað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
SV svalir
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Nes fasteignasala kynnir í einkasölu eignina:

Kveldúlfsgata 2a, 310 Borgarnes.
Um er að ræða mjög vel staðsett, rúmgott og vel skipulagt einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr, garðskála og aukaíbúð með sérinngangi á neðri hæð.  Eignin er samtals 294,8 fm að stærð skv. skráningu HMS og skiptist á efri hæð, 134,0 fm, neðri hæð 99,8 fm, bílskúr 32,5 fm og garðskáli 28,5 fm. 

Fasteignamat næsta árs 2026 er kr. 93.750.000.-


Efri hæð:
Gengið er í anddyri á jarðhæðinni. Þar innaf er rúmgóð geymsla. Bogadreginn, teppalagður stigi er upp á efri hæð. Hæðin skiptist í hol, eldhús, þvottahús og geymslu inn af eldhúsi, stofu og borðstofu og svefnálmu sem á eru 3 svefnherbergi og baðherbergi.
Anddyri: Flísar á gólfi. 
Geymsla: Hillur á veggjum, málað gólf
Hol: Parket á gólfi og fataskápur.
Eldhús: Dúkur á gólfi. Eldri rúmgóð innrétting. Eldavél með bakarofni og uppþvottavél. Rúmgóður borðkrókur
Þvottahús: Flísalagt gólf, vaskur í rúmgóðri innréttingu. Gengið er af þvottahúsgangi út á baklóðina. Geymsla og snyrting inn af þvottahúsi, máluð gólf.
Stofa / borðstofa. Parket á gólfum. Gengt er úr eldhúsi í borðstofu. Fallegt rými með góðu útsýni. Gengið er úr stofu um svalahurð út á rúmgóðar suður svalir.
Svefnálma: Parket á gólfi.
Svefnherbergi: Parket á gólfum og góðir fataskápar í hjónaherbergi.  Herbergin eru núna 3 en 2 herbergi hafa verið sameinuð í eitt með því að fjarlægja léttann millivegg, nú nýtt sem skrifstofa. Auðvelt að breyta herbergjafjölda aftur til baka í 4 herbergi.
Baðherbergi: Dúkur á gólfi og flísar á veggjum. Góð eldri innrétting og baðkar með sturtu.
 
Neðri hæð:
Íbúð á neðri hæð er með sérinngangi og skiptist í forstofu/þvottahús, svefnherbergi, stofu, eldhús og baðherbergi.  
Forstofa/þvottahús: Flísar á gólfi. Hluti forstofu einnig nýttur sem fatageymsla og þvottahús. Vaskur í rúmgóðri innréttingu.
Eldhús: Dúkur á gólfi, hvít góð innrétting með eldavél.
Stofa: Parket á gólfi.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum í sturtu. Vaskur í innréttingu og baðkar.
Svefnherbergi: Parket á gólfi og fataskápur.
 
Bílskúr: Steypt málað gólf. Rafdrifin bílskúrshurð og  göngudyr út á bílastæði. Vinnuborð.
 
Garðskáli: Steyptur sökkull timbur og gler og plast í veggjum og plast í þaki.  Ágætlega vandað hús með hita, rafmagni og köldu vatni.
 
Lóðin: Er mjög fallega frágengin og vel hirt, hellulögð að hluta með hlöðnum veggjum sem mynda stalla með steinbeðum og  fjölbreyttum gróðri.  Þá eru grasflatir, blómagróður,runnar og tré. Hluti af garðinu er afmarkaður matjurtagarður.  Garðurinn og garðskálinn gefa mikil tækifæri fyrir fólk sem hefur yndi af  gróðri í fögru umhverfi.   
 
Viðhald hússins:  Neysluvatnslagnir að mestu endurnýjaðar með ryðfríu stáli. 2010 var skipt um þakklæðningu. 2020 var gert við múrskemmdir á garðveggjum og þeir málaðir. 2023 var íbúðarhúsið múrviðgert og málað. Þá hefur gler í gluggum verið endunýjað í áföngum í öllu húsinu.  Gluggar hússins eru harðviður, oregon pine, og virðast í góðu ásigkomulagi.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Nes fasteignasala tekur ekki umsýslugjald af kaupendum.

Kostnaður kaupanda:
Stimpilgjald skv. 5. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald, 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% við fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald kr. 2.700,- á hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.
Engin umsýsluþóknun.
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1987
28.5 m2
Fasteignanúmer
2111520
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
1.880.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
1.880.000 kr.
Brunabótamat
6.120.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignanúmer
2111520

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Kvíaholt 31
Bílskúr
Skoða eignina Kvíaholt 31
Kvíaholt 31
310 Borgarnes
241.1 m2
Einbýlishús
412
531 þ.kr./m2
128.000.000 kr.
Skoða eignina Vesturberg 136
Opið hús:15. des. kl 17:00-17:30
Skoða eignina Vesturberg 136
Vesturberg 136
111 Reykjavík
254.7 m2
Raðhús
826
483 þ.kr./m2
122.900.000 kr.
Skoða eignina Suðurgata 4
Skoða eignina Suðurgata 4
Suðurgata 4
230 Reykjanesbær
313 m2
Einbýlishús
826
351 þ.kr./m2
110.000.000 kr.
Skoða eignina Bogabraut 3
Bílskúr
Skoða eignina Bogabraut 3
Bogabraut 3
245 Sandgerði
243.8 m2
Einbýlishús
524
484 þ.kr./m2
117.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin