Fasteignasalan Hvammur 466 1600
Tjarnarlundur 8 íbúð 403 - Falleg og vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á 4 hæð/efstu í fjölbýli á Brekkunni - stærð 90,9 m²
* Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning
* Nýlegt harð parket á gólfum.
* Nýlegt eldhús.
* Búið er að endurnýja rafmagnstengla. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús og stofu í opnu rými, þrjú svefnherbergi, baðherbergi með þvottaaðstöðu og sér geymslu á jarðhæð.
Forstofa og hol eru með harð parketi á gólfi og opnu hengi.
Eldhús hefur verið endurnýja og opnað inn í stofu. Hvít innrétting og rúmgóð eyja með mjög góðu skápa- og bekkjarplássi. Uppþvottavél er innfelld í innréttingu og fylgir með við sölu eignar.
Stofa og eldhús eru í opnu rými þar sem harð parket er á gólfi. Úr stofu er gengið út á steyptar vestur svalir.
Svefnherbergin eru þrjú, öll með harð parketi á gólfi og fataskápum.
Baðherbergi er með dúk á gólfi og þiljum á veggjum, efriskáp, handlaug, wc og baðkari með sturtutækjum. Tengi er fyrir þvottavél inn á baðherberginu.
Sér
geymsla er á jarðhæðinni auk sameiginlegra rýma.
Annað- Snyrtileg sameign.
- Stutt í leik- og grunnskóla.
- Stutt í verslun og þjónustu.
- Skemmtilegt útsýni er úr íbúðinni.
- Eignin er í einkasölu
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.