Fasteignaleitin
Skráð 16. nóv. 2024
Deila eign
Deila

SPÁNAREIGNIR -San Miguel de Salinas

HæðÚtlönd/Spánn/Costa Blanca
83 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
34.000.000 kr.
Fermetraverð
409.639 kr./m2
Fasteignamat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Aðalheiður Karlsdóttir
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
301260924
Húsgerð
Hæð
Númer hæðar
0
Vatnslagnir
nýtt
Raflagnir
nýtt
Frárennslislagnir
nýtt
Gluggar / Gler
nýtt
Þak
nýtt
Svalir
Svalir og möguleiki á þakverönd
Upphitun
Kæling/hiti
Inngangur
Sérinngangur
SPÁNAREIGNIR KYNNIR NÝTT Í SÖLU:
*FLOTTAR EFRI OG NEÐRI SÉR HÆÐIR Á FRÁBÆRU VERÐI*

Vel hannaðar og flottar 4ra  herb. íbúðir á góðum stað í San Miguel de Salinas, skemmtilegum spænskum bæ með sál og sjarma. Ca. 50 mín. akstur í suður frá Alicante flugvelli. Göngufæri í miðbæ San Miguel de Salinas, þar sem er að finna fjölbreytt úrval af verslunum og veitingastöðum. Fjölmargir góðir golfvellir á svæðinu; Las Ramblas, Campoamor, Villamartin, Las Colinas, Vistabella, La Finca og ótal fleiri. 

Allar upplýsingar veitir Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, adalheidur@spanareignir.is. GSM 893 2495.

LÝSING EIGNAR:

Hægt er að velja um efri hæð með verönd og stórri þakverönd, eða neðri hæð með sér garði. Allar eignir eru með aðgengi að fallegum sameiginlegum sundlaugargarði með skemmtilegri leikaðstöðu fyrir börnin.
Þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi, rúmgott og bjart alrými með stofu og borðstofu vel tengdu vel búnu eldhúsi.

Græn svæði sem bjóða upp á skemmtilega útiveru allt árið, enda skín sólin allt að 300 daga á ári.

Verð miðað við gengi 1Evra = 145ISK:
Efri eða neðri sér hæð. 4ra herb. íbúðir, þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi:
Verð frá  234.900 Evrur  (34.000.000 ISK) + 10% skattur og ca. 3% kostnaður við kaupin.



Á sama stað er líka hægt að velja 3ja. herb. íbúðir, tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi.
Verð frá 184.900 Evrur  (26.800.000 ISK) + 10 % skattur og ca. 3% kostnaður við kaupin.

Eignirnar eru til afhendingar í október 2025 - mars 2026.

Öll þjónusta í næsta nágrenni og auk þess er Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin í ca. 15 mín. akstursleið og ströndin í ca. 20 mín. akstursleið frá San Miguel de Salinas.

Hér er um að ræða góðar eignir á frábærum og fjölskylduvænum stað á frábæru verði.  Góð kaup miðað við stærð, staðsetningu og frágang.

Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka með hagstæðum vöxtum.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.

Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp ca. 13%.

Meira um SAN MIGUEL DE SALINAS:
San Miguel de Salinas er skemmtilegur spænskur bær í aðeins 15 mínútna akstursfjarlægð frá ströndum Mil Palmeras, Campoamor, Cabo Roig, La Zenia, Torrevieja, La Mata, Guardamar o.fl.  Bærinn er umkringdur fallegri sveit þar sem augað lítur fallega sítrus- og möndlurækt og þjóðlendu garð Sierra Escalona rétt við þröskuldinn. Hægt er að ganga og hjóla marga kílómetra meðfram síkinu sem liggur rétt við bæinn.
 
Í San Miguel de Salinas er mikið úrval af skemmtilegum veitingastöðum, bæði spænskum og alþjóðlegum (tæplega 30 í miðbænum einum, sem þýðir að árlegur tapas-viðburður er mjög vinsæll!!). Ef þú ert að leita að áfangastað til að dvelja í fríum, eða stað til að búa á allt árið um kring, þá er San Miguel de Salinas frábær kostur þar sem í bænum hefur þú alla nauðsynlega þjónustu og  öll  þægindi (góðir grunn- og framhaldsskólar, bankar, heilsugæslustöð sem er opin allan sólarhringinn, apótek, góð aðstaða til íþrótta, td. sundlaug, fótbolta- og frjálsíþróttavöllur, tennisvellir, padelvellir, körfuboltavellir, petanca ofl.
Í bænum er líka skemmtileg  blanda af spænskum og alþjóðlegum nágrönnum.
 
Stemmingin er þægileg og afslappandi og verð á börum og veitingastöðum hafa tilhneigingu til að vera lægri en á ströndinni, td. glas af góðu rauðvíni beint úr tunnunni. Vikulegur miðvikudagsmarkaður er frábært tækifæri til að birgja sig upp af staðbundnum ferskum ávöxtum og grænmeti, skinkum, ostum, ólífum, fötum og skóm o.s.frv., áður en þú færð þér drykk og tapas í einni af vinalegu tavernunum í bænum!
 
Það er góð  leigubílaþjónusta á staðnum og almenningsvagnar ganga nokkrum sinnum á dag til Torrevieja, Orihuela og Murcia.
Alicante og Murcia flugvöllur eru báðir í um 40-50 mínútna akstursfjarlægð. Netfyrirtækið á staðnum býður upp á áreiðanlegar, háhraða (ljósleiðara) nettengingar, sem auðveldar fólki að vinna í fjarvinnu.
San Miguel er staður þar sem þú nýtur hefðbundins  spænsks lífstíls og menningar, án þess að fórna þægindum af fyrsta flokks aðstöðu og umhverfi.
San Miguel de Salinas er sérlega vinalegur bær sem við vitum að þú munt elska!



Eiginleikar: ný eign, sér garður, þakverönd, sameiginleg sundlaug, air con, bílastæði,
Svæði: Costa blanca, San Miguel de Salinas,
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Los Alcazares
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR - Los Alcazares
Spánn - Costa Blanca
99 m2
Fjölbýlishús
322
357 þ.kr./m2
35.300.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Lo Romero Golf
SPÁNAREIGNIR - Lo Romero Golf
Spánn - Costa Blanca
84 m2
Fjölbýlishús
322
419 þ.kr./m2
35.200.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Villamartin
SPÁNAREIGNIR - Villamartin
Spánn - Costa Blanca
73 m2
Fjölbýlishús
322
485 þ.kr./m2
35.400.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - La Finca Golf
SPÁNAREIGNIR - La Finca Golf
Spánn - Costa Blanca
70 m2
Fjölbýlishús
322
497 þ.kr./m2
34.800.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin