Fasteignaleitin
Skráð 19. sept. 2025
Deila eign
Deila

Borgarbraut 14 Gamla Ráðhúsið

FjölbýlishúsVesturland/Borgarnes-310
805.2 m2
Verð
Tilboð
Fasteignamat
116.250.000 kr.
Brunabótamat
52.050.000 kr.
Friðrik Þ Stefánsson
lögmaður og lögg.fs.
Byggt 1960
Garður
Fasteignanúmer
2111009
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer íbúðar
10101
Vatnslagnir
Upphaflegar
Raflagnir
Endurnýjaðar
Svalir
0
Lóð
100.00
Upphitun
Hitaveita

Miklaborg kynnir: Gamla Ráðhúsið í Borgarnesi að Borgarbraut 14 í hjarta Borgarness. Húsið er Sigvaldahús og var upphaflega byggt fyrir Sparisjóð Mýrarsýslu en síðar var byggt við húsið og hýsti það skrifstofur Borgarbyggðar um árabil. Húsið hefur verið endurnýjað að mestu frá 2021 og eru nú í því 8 samþykktar íbúðir sem eru af mismunandi stærðum frá 34,3 m2 - 215,1 m2. Auk þess að geyma hentugar íbúðareiningar, felur húsið í sér mikil tækifæri fyrir félagasamtök og stéttarfélög í tengslum við orlofsgistingu fyrir starfsmenn og ekki síður hentar það vel fyrir aðila í ferðaþjónustu sem gistiaðstaða, fyrir ráðstefnuhald ofl. Markmið eigenda er að selja Gamla Ráðhúsið í einu lagi.

Leitið upplýsinga hjá Friðrik í s. 616 1313

Nánari lýsing: Húsið er steinsteypt og er eins og áður sagði teiknað af Sigvalda Thordarson og byggt 1960. Það er samtals 805,2 m2 að stærð á þremur hæðum. Á jarðhæð eru 5 íbúðir á bilinu 34,4 - 75,3 m2 að stærð. Þar er einnig nýtt gufubað og aðstaða til líkamsræktar, hjólageymnsla og geymslurými sem áður hýsti skjalageymslur Borgarbyggðar og mætti nýta á ýmsa vegu. Eftiirfarandi íbúðir eru í húsinu:

010001 2ja herb., 75,3 m2, 010002, 2ja herb., 39,1 m2. 010003 Studio, 34,4 m2, 010005 2ja herb. 52,5 m2, 010006 2ja herb., 75,3 m2

010101 3ja herb., 184.5 m2 Bankaíbúðin, 010102 4ra herb. 215,1 m2 Ráðhúsíbúðin,

010201 3ja herb., 129,3 m2 Þakíbúð

Allar íbúðirnar eru vel búnar húsgögnum, sem fylgt geta með í kaupunum skv. sérstöku samkomulagi


Nánari lýsingu á íbúðunum má finna á slóðinni https://www.gamlaradhusid.is/


Innviðir Gamla Ráðhússins hafa verið endurnýjaðir að verulegu leiti. Þannig hafa raf- og vatnslagnir verið endurnýjaðar ( bæði hiti og neysluvatn), sem og dren og frárennslislagnir og brunnar. Gluggar og gler hafa verið endurnýjuð að miklu leyti og múr yfirfarinn. Húsið er að mestu málað en hluti þess er klæddur báru.


Gamla Ráðhúsið er sögufrægt Sigvaldahús í sérlega góðu ásigkomulagi í hjarta Borgarness, sem býður upp á afar fjölbreytta notkunarmöguleika.


Allar nálnari upplýsingar veitir Friðrik Þ. Stefánsson lögmaður og lögg.fasteignasali í s. 616 1313 eða fridrik@miklaborg.is


DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
08/02/2022108.300.000 kr.60.000.000 kr.1053.3 m256.963 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
GötuheitiPóstnr.m2Verð
230
856.7
Tilboð
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin