Fasteignaleitin
Skráð 30. des. 2025
Deila eign
Deila

Búðagata 33 Hjalteyri

Atvinnuhúsn.Norðurland/Akureyri-604
38 m2
1 Baðherb.
Verð
29.900.000 kr.
Fermetraverð
786.842 kr./m2
Fasteignamat
2.890.000 kr.
Brunabótamat
21.850.000 kr.
BD
Björn Davíðsson
Löggiltur fasteignsali
Byggt 2015
Útsýni
Sérinng.
Fasteignanúmer
2364587
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
2015
Raflagnir
2015
Frárennslislagnir
2015
Gluggar / Gler
2015
Þak
2015
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Austur svalir
Lóð
25
Upphitun
Hitaveita, gólfhiti á neðri hæð
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignasalan Hvammur 466 1600

Búðargata 33 - Skemmtilega innréttuð verbúð á einstökum stað við höfnina á Hjalteyri - stærð 38,0 m²

Eignin getur nýst á fjölbreyttina hátt en hún er innréttuð í dag sem studíóíbúð með setustofu, eldhúskrók og baðherbergi á neðri hæð og svefnaðstöðu í risi. 


Flísar eru á öllum gólfum á neðri hæðinni og gólfhiti.
Eldhúshorn er innst við hliðina á stiganum upp í risið. Þar er hvít innrétting með hvítum vask og viðar bekkplötu. Flísar eru fyrir ofan innréttinguna.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og hluta veggja, hvítri innréttingu með handlaug, rauðum skáp, upphengdu wc og walk-in sturtu. Við hliðina á sturtunni er tengi fyrir litla þvottavél.
Risið er eitt opið rými með harð parketi á gólfi og er skv. teikningum um 23 m². Opnanlegur gluggi er á vestur gaflinum og gönguhurð út á um 4 m² svalir á austurgaflinum en þaðan er útsýni yfir höfnina og út á Eyjarfjörð.

Annað
- Húsið er steypt og klætt að utan með standandi viðarklæðningu. Gaflaveggur til austurs er byggð upp með timburgrind.
- Eignin er um 5 metrar á dýpt og um 3,8 metrar á breidd skv. teikningum. Skráður fermetrar á neðri hæð eru 28 og í risi 10 en nýtanlegir eru mun fleiri.
- Gólfhiti er á neðri hæðinni en engin hitun er í risi.
- Hvíttaður viður er í loftum.
- Eignin er í einkasölu.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
13/09/20231.950.000 kr.24.900.000 kr.38 m2655.263 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2026
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2026 - Fasteignaleitin