Fasteignaleitin
Skráð 27. feb. 2025
Deila eign
Deila

Birkifell 0

EinbýlishúsNorðurland/Laugar-650
228.8 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
110.000.000 kr.
Fermetraverð
480.769 kr./m2
Fasteignamat
55.500.000 kr.
Brunabótamat
109.950.000 kr.
Mynd af Hermann Aðalgeirsson
Hermann Aðalgeirsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2003
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2268907
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Talið í lagi
Raflagnir
Talið í lagi
Frárennslislagnir
Talið í lagi
Gluggar / Gler
Talið í lagi
Þak
Talið í lagi
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
nei
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Tveir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Lögeign kynnir eignina Birkifell, 650 Laugar.

Birkifell er bjart og vel skipulagt fimm herbergja einbýlishús á laugum. Eignin er byggð árið 2003 úr einangrunarmótum og staðsteypt ofan í þau, Húsið er samtals 228,8 M, og þar af er 48 M stakstæður bílskúr. Að innan eru vandaðar innréttingar ásamt bjartri stofu með Ergofocus arinn. 

Nánari lýsing:

Forstofa: komið er inn í flísalagða forstofu með stórum fataskáp, inn af forstofu er flísalagður gangur.
Eldhús: Er með stórum gluggum og útgengi út á timburverönd. viðarlituð Sérsmíðuð innrétting frá Uno form í danmörku með innbyggðum eldhústækjum og eldhúseyju með útskoti fyrir barstóla. 
Þvottahús: er með innréttingu og útgengi út í bakgarð, einnig er baðherbergi inn af þvottahúsinu. 
Tvö Baðherbergi: eitt er staðsett inn af þvottahúsi og eitt á ganginum. Bæði baðherbergin eru flísalögð í hólf og gólf, eitt baðherbergi er með "walk in" sturtu og eitt með stóru baðkari. rúmgóð innrétting með tveimur vöskum er á baðherberginu á herbergisgang ásamt handklæðaofn. 
Stofa: er rúmgóð og björt með flísalögðu gólfi og útgengi út á timburverönd, aukinn lofthæð er í stofunni þar sem gólfið er niðurtekið. Svartur Arinn setur góða mynd á stofuna af gerðinni Ergofocus, fluttur inn frá frakklandi. 
Sjónvarpsstofa: á milli baðherbergis og svefnherbergis er flísalögð sjónvarpsstofa. 
Gangur: þegar gengið er úr forstofu tekur við gangur sem er með bogadregnum veggjum á aðra vegu sem setja töluverðan svip á húsið. 
Fjögur Svefnherbergi: eru rúmgóð en hjónaherbergið er sérlega rúmgott og með föstum fataskáp. 
Bílskúr: er stakstæður og byggður á sama hátt og húsið. Tvær bílskúrshurðar og innst í bílskúrnum er geymsla ásamt inntaksrými vatns. í bílskúrnum er gólfhiti. 

Verönd: Timburverönd er framan við hús ásamt því að sunnan við húsið er minni timburpallur, bakvið bílskúr er 15 fm garðskúr. Steypt bílastæði er framan við bílskúr sem er með snjóbræðslu.

Annað:
Húsið er byggt með þeim hæltti að sökklar eru staðsteyptir, einangraðir að innan og utan, botnplata er staðsteypt og einangrað undir hana. Útveggir eru staðsteyptir í einangrunarplastmót, að innanverður eru útveggir múrhúðaðir en að utanverðu er veðurkápa úr heilum dönskum múrstein, staðhlaðið. Burðarvirki þaks er úr límtré og útfærsla þess er valmaþak.

Allir innveggir fyrir utan tvo burðarveggi sitt hvoru megin við stofu sem eru staðsteyptir eru hlaðnir úr vikurstein og múrhúðaðir. Gluggar eru timburgluggar með áldropalistum að neðanverðu í hverri rúðu. 

Í öllu húsinu er gólfhiti og húsið er allt flísalagt með flísum úr Álfaborg. 

Vegalengdir:
Laugar - Húsavík: 42 km ca 35 mínútna keyrsla. 

Laugar - Akureyri: 46,4 km ca 39 Mínútna keyrsla. 

Eignin stendur á leigulóð í eigu Framhaldsskólans á Laugum, árið 2002 var gerður langtímaleigusamningur til 50 ára. Greitt er árlega vísitölutengda greiðslu. 


Nánari upplýsingar veita Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu hermann@logeing.is og Hinrik Marel Jónasson Lund Löggiltur fasteignasali, í síma 8350070, tölvupóstur hinrik@logeign.is.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á


 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 2003
48 m2
Fasteignanúmer
2268907
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
17.600.000 kr.
Matsstig
8 - Í notkun

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Flögusíða 8
Skoða eignina Flögusíða 8
Flögusíða 8
603 Akureyri
202.3 m2
Einbýlishús
524
593 þ.kr./m2
119.900.000 kr.
Skoða eignina Arnarsíða 10b
Bílskúr
Skoða eignina Arnarsíða 10b
Arnarsíða 10b
603 Akureyri
231.8 m2
Raðhús
726
496 þ.kr./m2
115.000.000 kr.
Skoða eignina Fannagil 6
Bílskúr
Skoða eignina Fannagil 6
Fannagil 6
603 Akureyri
187.5 m2
Parhús
624
633 þ.kr./m2
118.600.000 kr.
Skoða eignina Stapasíða 2
Bílskúr
Skoða eignina Stapasíða 2
Stapasíða 2
603 Akureyri
175.8 m2
Einbýlishús
413
594 þ.kr./m2
104.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin