Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
LÝSING:
Kaupstaður fasteignasala ehf. kynnir Birkigrund 2, fallegt parhús á einni hæð með innangengi í rúmgóðan bílskúr, endahús við lokaða götu í rólegu hverfi á Selfossi.
Forstofa með góðum fataskáp og flísum á gólfi.
Eldhús og rúmgóð borðstofa eru opin við hol/stofu.
Stofa er með gluggum á tvo vegu, hurð út á verönd.
Hol/vinnurými er í miðju húsins með inngöngum í öll rými þess.
Svefnherbergi eru þrjú rúmgóð öll með skápum, dúkur á gólfum.
Baðherbergi er rúmgott með glugga, stór sturtuklefi, baðkar, nýlegar (2022) flísar á gólfi og í sturtunni. Innrétting.
Þvottaherbergi er milli íbúðarýmis og bílskúrs. Flísar á gólfum.
Bílskúr er stór og rúmgóður, geymslulofti yfir hluta skúrsins, hægt að gera herbergi/vinnuaðstöðu í hluta bílskúrsinns, gluggar og úthurð út í bakgarðinn, þar sem er stórt dúkkuhús og stór hænsakofi.
Gólfhiti er í húsinu og einnig eru ofnar í öllum rýmum.
Eignin er laus strax!
FyrirvararÍ lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
800 | 194.8 | 88,9 | ||
800 | 119.3 | 92 | ||
800 | 153.8 | 93,4 | ||
800 | 161.7 | 93,9 | ||
800 | 172.6 | 91,9 |