Skráð 19. jan. 2026

Hrafnaborg 1G

Nýbygging • FjölbýlishúsSuðurnes/Vogar-190
107.1 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
63.900.000 kr.
Fermetraverð
596.639 kr./m2
Fasteignamat
47.150.000 kr.
ÞÁ
Þröstur Ástþórsson
Lgfs
Byggt 2025
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2535230
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
3
Vatnslagnir
Nýtt
Raflagnir
Nýtt
Frárennslislagnir
Nýtt
Gluggar / Gler
Nýtt
Þak
Nýtt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Verönd út af stofu
Lóð
12.16
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
5 - Tilbúin til innréttingar
M2 Fasteignasala kynnir nýjar fjögurra herbergja íbúðir við Hrafnaborg 1 í Vogum.

Hrafnaborg 1 er átta íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum, staðsteypt, klætt flísum með opnu stigahúsi. 4 íbúðir eru á fyrstu hæð og 4 íbúðir á annarri hæð, allar með sérinngangi. Allar íbúðir á efri hæð hafa svalir með ál/gler handriði og allar íbúðr á neðri hæð hafa afgirta verönd sem er sérafnotareitur. Lóðin er fullfrágengin, malbikuð og hellulögð en þökulögð að öðru leyti.

Íbúðirnar eru fjögurra herbergja, allar með stórum gluggum sem gefa mikla birtu. Allar íbúðir eru með aukinni lofthæð, innfelldri lýsingu að hluta, fallegum innréttingum, fullbúnar með gólfefnum og málaðar í hinum vinsæla 1/4 HÖR frá Slippfélaginu sem gefur hlýja tóna. Íbúðir á efri hæð eru með enn meiri lofthæð sem nemur 3 metrum. 

Eignin Hrafnaborg 1G er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 253-5230, birt stærð 107.1 fm, nánar tiltekið eign merkt 02-03, ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.

Íbúð 203 – Glæsileg 107,1 m² miðjuíbúð með rúmgóðar svalir.

Taktu virtual tour um eignina hér!

Skipulag íbúðarinnar:
✅ Stórt alrými (stofa, borðstofa og eldhús)
✅ Eldhús með stórri eyju
✅ Þrjú svefnherbergi
✅ Baðherbergi
✅ Forstofa
✅ Þvottahús og geymsla innan íbúðar

Vandaður frágangur og innréttingar:
- Gólfefni: Ljósgrátt harðparket í alrými og herbergjum, flísar í votrýmum.
- Innréttingar: Sérsmíðaðar eldhús- og baðinnréttingar ásamt fataskápum.
- Eldhús: Glæsileg eldhúseyja sem rúmar 3–4 stóla, spanhelluborð í eyju og gott skápapláss. Vönduð eldhústæki frá AEG, þar á meðal innbyggður kæli-/frystiskápur, uppþvottavél og blástursofn með burstaðri stáláferð. Hangandi eyjuháfur frá Airforce. Öll tæki eru frá Bræðrunum Ormsson með tveggja ára ábyrgð.
- Baðherbergi: Flísalagt með 120x60 cm marmara- og svörtum flísum. Sérsmíðaðar innréttingar í viðarlit, yfirfelldur vaskur, speglaskápur, walk-in sturta með glerskilrúmi og veglegur krómaður handklæðaofn.
- Hurðir: Fallegar, gráar, yfirfelldar þröskuldslausar fölningshurðir í öllum rýmum nema votrýmum.
- Þvottahús og geymsla: Sér rými með flísalögðu gólfi og vegghengdum skolvaski.

Grænabyggð – Framtíðarhverfi í einstöku umhverfi
Grænabyggð er vel staðsett nýtt hverfi við sjávarsíðuna, hannað með fjölskylduvænt umhverfi í huga. Í nágrenni eru leik- og grunnskólar, og fyrirhuguð er bygging nýrra skólamannvirkja samhliða stækkun hverfisins.
Gert er ráð fyrir að Grænabyggð verði hverfi fyrir um 1.500 íbúa, þar sem ríflega 800 íbúðir verða byggðar á næstu tíu árum. Svæðið þróast í hægu og öruggu skrefum, með blandaða byggð þar sem áhersla er lögð á lítil sérbýli. Uppbygging hverfisins er í samræmi við samkomulag Grænubyggðar ehf. og Sveitarfélagsins Voga, sem tryggir skipulagða stækkun með nauðsynlegri innviðauppbyggingu.
 
Ath: Ljósmyndir í auglýsingu eru af sýningaríbúð og þurfa því ekki að endurspegla skipulag þessarar íbúðar.

Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður löggiltur fasteignasali í síma 693-2080 eða siggi@fermetri.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. M2 fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga ( 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut ) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hrafnaborg 5
Skoða eignina Hrafnaborg 5
Hrafnaborg 5
190 Vogar
103.7 m2
Fjölbýlishús
312
626 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Skoða eignina Hrafnaborg 1 - Íb. 203
Hrafnaborg 1 - Íb. 203
190 Vogar
107.1 m2
Fjölbýlishús
413
597 þ.kr./m2
63.900.000 kr.
Skoða eignina Hrafnaborg 5
Skoða eignina Hrafnaborg 5
Hrafnaborg 5
190 Vogar
103.7 m2
Fjölbýlishús
312
627 þ.kr./m2
65.000.000 kr.
Skoða eignina Brekkugata 17
Bílskúr
Skoða eignina Brekkugata 17
Brekkugata 17
190 Vogar
110.6 m2
Hæð
314
596 þ.kr./m2
65.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2026 - Fasteignaleitin