Nýtt á skrá!
Lind fasteignasala og Sigríður Guðbrandsdóttir, löggiltur fasteignasali kynnir fallegt og vel skipulagt, 7 herbergja einbýlishús á eftirsóttum stað í Holtunum í Reykjanesbæ. Stutt er í leik-, grunn- og framhaldsskóla, helstu þjónustu og íþróttarmannvirki bæjarins. Húsið er steypt. Heildarstærð eignarinnar er 205.7 fermetrar.
Eignin skiptist í 173,7 fermetra íbúðarhúsnæði og 32 fermetra bílskúr. Á baklóð hússins er 15 fermetra upphitaður geymsluskúr sem er ekki hluti af uppgefnum fermetrafjölda. Að innan skiptist eignin í forstofu, 5 svefnherbergi, 2 baðherbergi, eldhús, stofu, sjónvarpsherbergi og þvottahús. Í bílskúrnum er hárgreiðslustofa. Garðurinn er gróinn, fallegur og friðsæll. Þar er pallur með heitum potti.
Skráð stærð eignar skv. FMR er 205,7 fm
Fasteignamat fyrir árið 2026 er 98.750.000 kr.
Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Guðbrandsdóttir löggiltur fasteignasali í sima 867-5854 eða á sigridur@fastlind.is
Nánari lýsing:
Forstofa: Flísar á gólfi og innbyggður fataskápur.
Forstofuherbergi: Innangengt frá forstofu, flísar á gólfi.
Svefnherbergi I : Fataskápur og parket á gólfi.
Svefnherbergi II : Fataskápur og parket á gólfi.
Svefnherbergi III : Innbyggður fataskápur yfir allan vegginn og parket á gólfi.
Svefnherbergi IIII : Fataskápur og parket á gólfi.
Baðherbergi: Viðar innrétting, vaskur og spegill, gott skápapláss, flísar á gólfi og veggjum, salerni og baðkar.
Sjónvarpsherbergi: Parket á gólfi. Þar er útgengt á sólpall. Yfir sjónvarpsherberginu er ca. 20 fermetra geymsluloft.
Borðstofa/stofa: Stofan er björt með stórum gluggum til suðurs og vesturs. Þar er parket á gólfi.
Eldhús: Ný hvít, eldhúsinnrétting frá IKEA (nóvember 2025), borðplata er frá IKEA, með marmaraáferð, bakarofn í vinnuhæð. Tengi fyrir uppþvottavél. Mjög gott skápapláss.
Þvottahús: Rúmgóð þvottahúsainnrétting með vaski. Þar er útgengt úti garð (suður).
Gestasalerni: Er inn af þvottahúsi. Þar er lítill vaskur, spegill, veggskápur, salerni, handklæðaofn og sturta. Flísar á gólfi og í sturtuklefa.
Bílskúr: Bílskúrinn er innréttaður sem hárgreiðslustofa. Þar er lítið baðherbergi með klósetti og vaski. Inn af hárgreiðslustofunni er ca.10 fermetra geymsla. Á bílskúrshurð er rafhleðlsustöð.
Lóðin: Er stór og gróin, afgirt að stórum hluta. Á lóðinni er barnakofi ásamt 15 fermetra upphituðum og parketlögðum geymsluskúr. Sólpallur sem snýr í vestur með heitum potti.
______________________________________________________________________
Allir kaupendur okkar fá Vildarkort Lindar.
Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá 10 samstarfsaðilum: Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan, Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak, Dorma & SÝN.
Kostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.700 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.