Helgafell fasteignasala kynnir til leigu:289,6fm. skrifstofuhúsnæði á 2. hæð með sér inngang við Síðumúla 3-5 í 108 Reykjavík.
Snyrtileg skrifstofuhæð með teppaflísum á gólfi. Hljóðtemprandi kerfisloft ásamt góðu loftræstikerfi.
Húsnæðið ber allt að 24 starfsstöðvar.
Ný gólfefni og nýmálað - tilbúin til afhendingar.
Lýsing:Gengið er inn um sér inngang að framan, austanmegin á húsinu. Komið er inn í anddyri upp á hæðina. Lokuð hurð er þar inn í rýmið.
Fjögur fundarherbergi og ein skrifstofa ásamt rúmgóðu miðsvæði með teppaflísum á gólfi er sunnan megin á hæðinni ásamt fínu fullbúnu eldhúsi. Tvö salerni með epoxíð á gólfi. Annað salernið er með sturtuaðstöðu.
Norðan megin á hæðinni eru tvö stór rými sem notað er í dag sem skrifstofur í opnu rými með teppaflísum á gólfi. Þar er tæknirými og prentaðstaða.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:Helgafell fasteignasala - Sími 566 0000Rúnar Þór Árnason, lgf., sími
775 5805 / email: runar@helgafellfasteignasala.is