BYR fasteignasala kynnir KLETTAMÓI 7 ÍBÚÐ 203, Ölfusi. Ný fjöggura herbergja íbúð á efri hæð með sérinngangi, góð staðsetning miðsvæðis í Þorlákshöfn Ölfusi, stutt í alla almenna þjónustu og útivistarsvæði. Ýtið hér fyrir staðsetningu.
Hafðu samband og bókaðu einkasýningu, sýnum samdægurs: ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR HJÁ BYR FASTEIGNASÖLU, Elín og Sigurbjörg s. 483-5800 / 859-5885.HLUTDEILDARLÁN Í BOÐI -ÝTIÐ HÉR FYRIR UPPLÝSINGAR UM HLUTDEILDARLÁNÍ Móabyggð rís ný lágstemmd byggð tveggja hæða fjölbýlishúsa, allar íbúðir hafa sér inngang og sér bílastæði með möguleika á uppsetningu hleðslustöðva. 6-8 íbúðir eru í hverju húsi, sjá hér fleiri íbúðir sem við höfum til sölu í Móabyggð. Skipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu og eldhúsi, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymsla.
EIGNINNI VERÐUR SKILAÐ SAMKVÆMT SKILALÝSINGU, fullbúin án megin gólfefna. Ýtið hér fyrir heimasíðu Móabyggðar.
Ljósmyndir eru úr sambærilegri eign í sambærulegu húsi frá sama verktak og eru því eingöngu til viðmiðunar. Nánar um íbúð: Anddyri með tvöföldum fataskáp.
Alrými með stofu og eldhúsi. Útgengt er út á svalir frá stofu.
Eldhús með Svansvottaðri HTH innréttingu, Melamine filma er á eldhúsinnréttingu á neðri skápum og háum skápum. Skúffur með mjúklokun.
Heimilistæki eru vönduð af AEG gerð, spanhelluborð, bakaraofn með sjálfhreinsikerfi. Stálvaskur með einnar handar blöndunartæki. Gert er ráð fyrir að hægt sé að vera með innbyggða uppþvottavél og ísskáp + frysti.
Svefnherbergin eru þrjú. Hjónaherbergi með HTH fataskáp yfir heilan vegg. Barnaherbergi með fataskáp. Fataskápar ná upp í loft með aðfellu. Innvols innréttinga og fataskápa er hvítt, grindur í fataskápum eru krómaðar
Baðherbergi, flísalagt gólf, hluti veggja, sturtuhorn er flísalagt með 30x60 flísum. Vegghengt salerni, baðinnrétting með handlaug í borði og einnar handar blöndunartæki, sturta og handklæðaofn. Innrétting fyrir þvottavélar er á baðherbergi.
Sérgeymsla er í sameiginlegu geymslurými á efri hæð hússins.
Íbúðinni fylgir sérnotaréttur af einu bílastæði á sameiginlegri bílastæðalóð. Lagnaleið fyrir rafhleðslustöðvar liggja úr hverju húsi að bílastæðum þess húss.
Nánar um húsið. Klettamói 7er sex íbúða tvílyft hús. Allir útveggir ásamt berandi innveggjum og milligólf eru staðsteypt. Gólfplötur milli íbúða eru staðsteyptar einnig eru stigar, svalir og svalagangar staðsteypt eða steypueiningar með endanlegu yfirborði.
Útveggir eru einangraðir að utan og klæddir með smábáru og sléttri málmklæðningu að hluta. Þak er viðsnúið með pvc dúk. Á hvorri hæð eru þrjár íbúðir og þrjár geymslur ásamt sameiginlegu tæknirými. Tveir stigar liggja upp á efri hæð.
Móabyggð fyrsti áfangi, afmarkast af Hnjúkamóa í suðri, Klettamóa í norðri og Rásamóa í austri. Göturnar Hnjúkamói og Klettamói eru tengdar saman með vistgötum. Malbikuð bílastæði eru við Hnjúkamóa, Klettamóa, Rásamóa og í vistgötum. Auk þess eru gestastæði á svæðinu. Miðsvæðis milli bygginga er dvalarsvæði ætlað til útivistar og leiksvæði.
Tölvuteikningar eru eingöngu til viðmiðunar, en endurspegla ekki endilega endanlegt útlit eignarinnar.
Samþykktir aðaluppdrættir hönnuða eru gildandi ef upp kemur misræmi á milli þeirra og annarra gagna. Allt auglýsinga og kynningarefni t.d. þrívíddar myndir/teikningar og litir í þeim eru eingöngu til hliðsjónar ekki er um endanlegt útlit að ræða. Athygli er vakin á því að á meðan byggingarframkvæmdum stendur áskilur seljandi sér allan rétt til að gera tækni-, efnis- og útlitsbreytingar. Allt myndefni birt með fyrirvara – byggingarnefndarteikningar gilda.