Fasteignasalan TORG kynnir :
Glæsileg 183,3fm fjögurra herbergja efri hæð í tvíbýlishús með sér inngangi og 70 fm þakvölum með heitum potti á einstökum útsýnisstað í Seljahverfi, Segja má að þessi staðsetning sé falin perla við friðlýst svæði með frábæru útsýni yfir borgina,út á Faxaflóa,Snæfellsjökul og Esjuna. Sjón er sögu ríkari. Möguleiki á auka íbúð á jarðhæðinni. Eignin er mjög mikið endurnýjuð. Stórt steypt bílaplan fyrir framan hús og hellulagður bakgarður. Eignin skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu, stofu með arinn, þrjú góð herbergi, baðherbergi og stóra geymslu. Útgengi frá Stofu út á 70fm þaksvalir með heitum potti og góðum geymsluskúr. Nánari upplýsingar veitir Helgi Jónsson Löggiltur fasteignasali í síma : 780-2700 eða á Helgi@fstorg.is
NÁNARI LÝSING :
Komið er inn í rúmgóða og bjarta forstofu með flísum á gólfi. Flísalagður stigi upp á hæðina. Hol með parketi á gólfi. Eldhús með fallegri innréttingu, stór eyja, granít á borðum. Borðstofan er opin við eldhúsið, parket á gólfi. Stofan er rúmgóð með fallegum arinn, parket á gólfi. Útgengi frá stofu út á 70fm þaksvalir með frábæru útsýni. Heitur pottur er á svölunum ásamt góðum geymsluskúr. Hjónaherbergi með skápum, parket á gólfi. Annað gott herbergi með skápum, parket á gólfi. Baðherbergi með walk in sturtu, upphengt salerni, hvít innrétting við vask, flísar á gólfi og veggjum. Við hliðina á baðherbergi er tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Á jarðhæðinni er mjög rúmgott svefnherbergi með parketi á gólfi. Búið er að breyta bílskúrnum í geymslu og er búið að setja glugga og gönguhurð á það rými en það er einnig innangengt frá forstofu. Stór steypt sér bílaplan (með hitalögn) er fyrir framan íbúðina og hellulagður bakgarður. Búið er að skipta lóðinni milli íbúðina.
Endurnýjað :
2015 : Þak tekið í gegn og skipt um járn, þakpappa og þakkant á húsinu.
2017 : Lóð skipt upp á milli íbúða og því þinglýst. Þá var lóðin jarðvegsskipt, baklóðin hellulögð og framlóð steypt með snjóbræðslu að hluta.
2018 : Gluggar efri hæðar yfirfarnir, botnstykki löguð þar sem þurfti, skipt um allt gler, lista og opnanleg fög.
2019 : Húsið einangrað með 50mm ull og klætt með lituðu báruáli.
2020 : Flutt var úr íbúðinni og hún tekinn í gegn, öll gólf flotuð, sléttuð og lögð ný gólfefni. Nýjar lagnir fyrir neysluvatn lagt á efri hæðina. Eldhús uppfært og sett eyja, nýr ofn og spanhelluborð, granít á eyju og á bekkjarplötur. Baðherbergi algjörlega tekið í gegn með nýjum tækjum og innréttingum og flísalagt upp á nýtt. Loft öll yfirfarinn og máluð ásamt íbúðinni allri.
Nánari upplýsingar veitir Helgi Jónsson Löggiltur fasteignasali í síma : 780-2700 eða á Helgi@fstorg.is