Fasteignaleitin
Skráð 29. okt. 2025
Deila eign
Deila

Smiðjuvegur 10

Atvinnuhúsn.Höfuðborgarsvæðið/Kópavogur-200
811.9 m2
3 Herb.
5 Baðherb.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
219.150.000 kr.
Brunabótamat
252.800.000 kr.
Mynd af Ingólfur Geir Gissurarson
Ingólfur Geir Gissurarson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1977
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2065285
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Þak
Sjá lýsingu
Lóðarréttindi
Leigulóð
Upphitun
hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
NÝTT Í SÖLU  -  SMIÐJUVEGUR 10 - KÓPAVOGI.   

MJÖG GOTT  812 FM  VERSLUNAR, IÐNAÐAR, SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Á ALLRA BESTA STAÐ MIÐSVÆÐIS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU.  FRÁBÆRT HÚSNÆÐI FYRIR HVERSKONAR REKSTUR S.S. VERSLUN, HEILDSÖLU, VERKSTÆÐI, MARKSKONAR ÞJÓNUSTU OG FL
.

Valhöll fasteignasala, Síðumúla 27, sími:588-4477 og Ingólfur Gissurarson löggiltur Fasteignasali og leigumiðlari, síðan 1989, sími:896-5222, kynna:  Einstaklega gott og velviðhaldið alls  811.9 fm  Iðnaðar, verslunar og að hluta skrifstofu húsnæði á eftirsóttum stað við Smiðjuveg 10 í Kópavogi. Gluggar á 3 vegu. Jarðhæðin er 563,3 fm og efri hæðin 248,6 fm.  Frábær staðsetning miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, góð aðkoma, góðir gólfsíðir verslunargluggar og góð bílastæði.  Skiptist í verslunar-móttöku sal, góðan lager bakatil, verkstæði, kaffistofu, snyrtingar, fundarherbergi. 2.hæðin er svo 2 skrifstofur, stórt athafnarými og svo stór ca 60 fm studio íbúð. Efri hæðin getur haft sérinngang í horni suðurhliðar hússins (anddyri og stigi þar upp). Um er að ræða sölu á sölu á fyrirtæki (ehf) sem er eigandi húsnæðisins. Getur verið laust strax.  VERÐ: Tilboð, leitið upplýsinga hjá sölumanni.

NÁNARA SKIPULAG: 
Aðkoma að sunnanverðu með góðum sér bílastæðum. Móttaka, viðskipta/verslunarsalur með gólfsíðum gluggum (úr massivri eik), 3 afstúkaðar skrifstofur með glerveggjum og bakatil eru nokkur skrifstofupláss óstúkuð (vínilparket á framsal).  Bakatil sem er með frábæra útsýnisglugga til norðurs (Esjan, Akrafjall) er stór lager/vinnu salur (epoxy á gólfi) með hátt í 5 mtr, lofthæð mest. Fundarherbergi (vínilparket) og snyrting við hliðina. Baksalurinn hefur innkeyrsluhurð að sunnanverðu. Þar við hliðina er verkstæðissalur lítill, síðan tvær snyrtingar, önnur með sturtuklefa. Síðan rúmgóð kaffistofa með innréttingum með m.a. uppþvottavél (vínilparket). Inngönguhurð í horni á suðurhliðinni, anddyri og stigi þar uppá 2.hæð.  Þar er stór salur dúklagður, 2 skrifstofur að austanverðu. Op er af hæðinni niður í salin við innkeyrsluhurðina svo hægt sé að lyfta upp og setja uppá 2.hæð pallettur og vörur. Að vestanverðu á 2.hæðinni er síðan studio íbúð ca 60 fm með stóru alrými sem hefur eldhúskrók og svo baðherbergi flísalagt með sturtu. þar við hliðina er stór súðargeymsla. Síðan er við hlið íbúðarinnar, snyrting og aðkoma á geymslupall.  

Eftirfarandi atriði eru frá seljanda um það sem hefur verið unnið við viðhald og endurbætur s.l. 5 ár. =
Skipt um allt bárujárn+pappa á þaki, settir útloftunarstampar.  Nýr þakkantur (eftir norðanmegin).  Nýjir gluggar og gler 3 stk. af 4 (1 stk. sem búið var að endurnýja) þetta eru stóru gluggarnir norðan megin.  Jarðhæð máluð.  Gólf í framsal á jarðhæð, skrifstofur ofl. flotað og sett á nýtt vínilparket. Önnur gólf máluð með epoxi (jarðhæð).  Öll ljós á jarðhæð LED.  Sett upp loftræsikerfi (varmaskiftakerfi) fyrir skrifstofur og fundaherbergi.  Sett upp fundaherbergi og kaffistofa ásamt  innréttingum og sturtuklefi í snyrtingu.  Gler skilrúm á skrifstofur.  Snjóbræðsla við innkeyrslu og gangstétt við glugga. Nýleg rafmagnstafla í lagerrými. 
                                      
Allar nánari upplýsingar og milligöngu um skoðun annast Ingólfur Gissurarson löggiltur Fasteignasali og leigumiðlari S:896-5222   ingolfur@valholl.is    
Ertu í fasteignahugleiðingum, Þarftu að selja ?  Ég veiti afburða þjónustu og eftirfylgni, byggða á 36 ára samfelldu starfi við fasteignasölu á Íslandi, sanngjörn söluþóknun, hringið þegar ykkur hentar í síma 896-5222. 
 
VALHÖLL FASTEIGNASALA  SÍÐAN 1995 - FARSÆL OG ÖRUGG FASTEIGNAVIÐSKIPTI - LÖGGILTIR FASTEIGNASALAR OG LÖGFRÆÐINGAR ANNAST ÞÍN SÖLUMÁL HJÁ OKKUR. VALHÖLL ER FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI SKV, GREININGU CREDITINFO, EN AÐEINS 2 % FYRIRTÆKJA Á ÍSLANDI NÁÐU ÞEIM GÆÐASKILYRÐUM  OG FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI Í REKSTRI SKV, GREININGU VIÐSKIPTABLAÐSINS OG KELDUNAR. 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
12/11/201324.110.000 kr.65.000.000 kr.786.2 m282.676 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Bæjarlind 12
Til leigu
Skoða eignina Bæjarlind 12
Bæjarlind 12
201 Kópavogur
781.4 m2
Atvinnuhúsn.
Tilboð
Skoða eignina Silfursmári 12
Til leigu
Skoða eignina Silfursmári 12
Silfursmári 12
201 Kópavogur
847 m2
Atvinnuhúsn.
Tilboð
Skoða eignina Dalvegur 30A
Til leigu
Skoða eignina Dalvegur 30A
Dalvegur 30A
201 Kópavogur
850 m2
Atvinnuhúsn.
Tilboð
Skoða eignina Bæjarlind 12
Til leigu
Skoða eignina Bæjarlind 12
Bæjarlind 12
201 Kópavogur
781.4 m2
Atvinnuhúsn.
Tilboð
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin