Hrafnkell og Atli á Lind kynna í einkasölu hlýja og fallega 3ja herbergja íbúð á þessum eftirsótta stað við Bústaðaveg, þar sem stutt er í alla helstu þjónustu. Íbúðin er á jarðhæð með sérinngangi og notalegum viðarpalli í garðinum sem snýr til suðurs.
Eignin Bústaðavegur 73 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 203-5256, birt stærð 81.5 fm.
Eignin skiptist í: Forstofu, eldhús, stofu, svefnherbergi l, svefnherbergi ll og baðherbergi.
Bókið skoðun og nánari upplýsingar veita:
Hrafnkell P. H. Pálmason - Löggiltur fasteignasali / hrafnkell@fastlind.is / 690 8236
Atli Karl Pálmason - Löggiltur fasteignasali / atli@fastlind.is / 662 4252
Nánari lýsing:
Forstofa með dúk á gólfi og sérinngangi.
Stofa björt með stórum glugga til suðurs og parketi á gólfi.
Eldhús með hvítri innréttingu, bakaraofn í vinnuhæð, með miklu skápaplássi og góðu vinnurými. Flísar milli borðs og efri skápa og góður eldhúskrókur. Gluggar til norðurs og vesturs.
Baðherbergi nýlega endurnýjað, innréttingar, handklæða ofn, klósett, vaskur og walk in sturta er nýtt, R9 flísar á gólfi - anti slip.
Svefnherbergi l er rúmgott með parket á gólfi, glugga til suðurs og rúmgóðum fataskápum.
Svefnherbergi ll er með parket á gólfi, fataskáp og glugga til suðurs.
Geymslan skv. teikningum er innan íbúðar með parket á gólfi og glugga til norðurs. Er núna nýtt sem skrifstofurými.
Þvottahúsið er stórt og er sameiginlegt íbúðinni fyrir ofan. Innangengt úr íbúðinni.
Húsið er steinsteypt tvær hæðir og eru tvær íbúðir í húsinu.
Ekkert formlegt húsfélag er starfandi í húsinu.
Endurnýjanir síðustu ár skv. seljanda:
- Eldhúsið var gert upp ágúst 2012
- Bakaraofn er síðan desember 2022
- Baðherbergið tekið í gegn eftir skólp endurnýjun í október 2024
- Nýr ofn inn í svefnherbergi og parket var lagt 2019
Skv. teikningum er geymsla innan íbúðar, sem er með glugga, en það rými hefur verið opnað. Auðvelt væri að loka því aftur og mætti því nýta það sem barnaherbergi. Stutt er í leikskóla, skóla og verslunarkjarnann Grímsbæ. Þetta er falleg eign sem vert er að skoða!
Lind fasteignasala ehf kynnir eignina Bústaðavegur 73, 108 Reykjavík, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 203-5256 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell P. H. Pálmason Löggiltur fasteignasali, í síma 690 8236, tölvupóstur hrafnkell@fastlind.is.
-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.