Fasteignaleitin
Skráð 30. sept. 2024
Deila eign
Deila

Barðavogur 1

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Laugardalur-104
190.8 m2
6 Herb.
5 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
152.700.000 kr.
Fermetraverð
800.314 kr./m2
Fasteignamat
127.750.000 kr.
Brunabótamat
96.900.000 kr.
Mynd af Sölvi Þór Sævarsson
Sölvi Þór Sævarsson
löggiltur fasteignasali
Byggt 1969
Þvottahús
Garður
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2022834
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ekki vitað
Raflagnir
Endurnýjaðar að hluta
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Upphaflegir, búið að endurnýja gler .
Þak
Skiptu um járn 2022 og málað 2024
Lóðarréttindi
Leigulóð
Lóð
100
Upphitun
Ofnalagnir
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Domusnova og Sölvi Sævarsson lgf, kynna:   GLÆSILEGT VEL SKIPULAGT EINNAR HÆÐAR EINBÝLISHÚS MEÐ 4-5 SVEFNHERBERGJUM Á RÓLEGUM STAÐ INNARLEGA Í BOTNLANGA VIÐ BARÐARVOG Í 104 RVK.
Gróin stór lóð, verönd með skjólveggjum í suður og næg bílastæði á lóð og við hús.


Eignin skiptist í anddyri, rúmgott hol, 4 svefnherbergi, geymslu, baðherbergi, snyrtingu, stórt stofurými, sjónvarpshol, borðstofu, eldhús og þvottahús inn af eldhúsi. Innangengt er í bílskúr með góðri lofthæð úr holi inn af anddyri.
Eignin er í heild skráð 190,8 fm skv. Þjóðskrá Íslands (HMS), þar af er bílskúr skráður 20 fm.
Fasteignamat 2025 er 136.750.000-   Byggingarár er 1969.

 
  • Nýlegt þakjárn frá 2022, málað 2024.
  • Gluggar á framhlið og inngangshurð máluð 2024.
  • Ný rafmagnstafla frá 2023 
  • Baðherbergi endurnýjað að hluta 2024
  • Eldhús endurnýjað fyrir c.a 10 árum.
Allar nánari uppl.  veitir Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali í s. 618-0064 eða solvi@domusnova.is 

Nánari lýsing:

Anddyri – Fataskápur með rennihurðum og hillur fyrir skó þar við hlið. Flísar á gólfi. Rafmagnshitalögn er í tröppu og stiga að anddyri framan við hús.
Hol – Komið er inn í rúmgott hol þar sem eldhús er gegnt anddyri og stofa ásamt sjónvarpsholi er í framhaldi af eldhúsi. Þrjú svefnherbergi eru á gangi á vinstri hönd ásamt snyrtingu og baðherbergi. Inn af eldhúsi er gengið í þvottahús og er stórt svefnherbergi við hlið þvottahúss með hurð frá holi, einnig er hurð úr herbergi inn í þvottahús. Innangengt er í bílskúr úr holi.
Herbergi I – Barnaherbergi/skrifstofuherbergi við hliðina á anddyri með harðparket á gólfi.
Herbergi II – Stórt herbergi ( gætu verið tvö) með hvítum fataskáp með rennihurðum og harðparketi á gólfi.
Hjónaherbergi III – Ágætlega stórt með fataskáp með hvítum rennihurðum. Hurð út úr herbergi  á verönd í suður. Harðparket á gólfi.
Geymsla - Á herbergisgangi með lúgu upp í þakrými.
Baðherbergi – Töluvert endurnýjað árið 2014, ný borðplata, blöndunartæki og handlaugar frá 2024. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf vönduðum flísum. Nýjar flísar að hluta, inni í sturtuklefa við blöndunartæki, við salerni, í sturtubotni og ofan við baðkar. Nýlegur sturtuklefi endurnýjaður 2014. Ný hurð inn á baðherbergi. Handklæðaofn á baðherbergi og þakgluggi sem gefur góða birtu inn í rýmið
Snyrting – Bláar retro veggflísar, flísar á gólfi, handlaug á vandaðri viðar innréttingu, með hillu undir, ljósaspegill fyrir ofan handlaug og salerni
Stofa / borðstofa/ sjónvarpshol – Rúmgóð björt stofa, borðstofa og sjónvarpsrými með útgengt á sólpall  sem snýr í suður. Stofa og borðstofa er einstaklega björt með góðum gluggum. Kamina/arinn í stofu með flísalagðan skorstein upp úr þaki. Hallandi einhalla upptekið loft með viðarþiljur í lofti og niður á vegg að hluta. Falleg lýsing við þiljur sem gefur góða óbeina lýsingu að lofti. Harðparket á gólfi.
Eldhús – Endurnýjað í kringum 2014. Bjart eldhús með plássmikilli hvítri innréttingu, Stór eldunareyja með ljósaháf yfir og miklu skápaplássi og borði við. Tveir ísskápar innbyggðir í innréttingu með frystum undir. Nýlegir ofnar og ný Miele uppþvottavél. Vönduð þykk olíuborin límtrésborðplata. Góðir efri skápar með mosaikflísum á milli efri og neðri skápa. Halogen- og ledlýsing ofan við og undir skápum í eldhúsi. Rennihurð á milli innréttinga í eldhúsi inn í rúmgott þvottahús.
Þvottahús – Inn af eldhúsi með rúmgóðri innréttingu, skolvaski og góðum efri skápum. Þvottavél og þurrkari eru undir borðplötu. Hurð úr þvottahúsi út á hellulagða lóð í austur. Flísar á gólfi.  Innangengt úr þvottahús í rúmgott herbergi þar við hliðina.
Herbergi IV – Mjög rúmgott herbergi inn af holi með hurð úr holi og hurð inn í þvottahús. Hvítur fataskápur með skúffum. Parket á gólfi.
Gólfefni/ Innréttingar:  Harðparket á stofu, herbergjum og holi. Flísar á votrýmum og anddyri. Innihurðar eru yfirfelldar eikarhurðar frá árinu 2017. Vandaðar innréttingar á aðalbaði og í eldhúsi.
 
Bílskúr: Innangengt er í bílskúr með góðri lofthæð, c.a 280-290 cm, og eru gluggar á austurhlið. Heitt og kalt vatn í bílskúr. Gólf er flísalagt. Ný rafmagnstafla frá 2023 og Tesla Hleðslustöð úti á vegg sem komið var fyrir 2022.
Lóð og umhverfi:  Stór lóð með grasflöt í suður og suðvestur og fallegum trjágróðri. Góð hellulögð verönd úr stofu og hjónaherbergi með skjólveggjum sem afmarka veröndina. Tröppur við inngang með rafmagnshitalögn. Plássmikil hellulögð innkeyrsla og stétt framan við hús með hitalögn. Einnig er hellulögn meðfram húsinu í austur og nægt pláss fyrir bíla, kerrur ofl. Góður c.a 8-9 fm upphitaður geymsluskúr á lóð norðan við hús.
 
Upplýsingar frá eigendum með endurbætur síðustu ára:
- Baðherbergið var tekið í gegn og settur þakgluggi í kringum árið 2014.
- Endurnýjaðar gráar flísar við bað og í sturtuklefa 2024.
- Vaskar, borð og blöndunartæki endurnýjuð á stóra baðherberginu 2024.
- Skipt um eldhús og staðsetningu eldhúss breytt í kringum 2014. Neysluvatnslagnir í eldhúsi endurnýjaðar 2014. Eldhúsið var áður í herbergi við hliðina á þvottahúsi.
- Nýleg innbyggð Miele uppþvottavél í eldhúsi frá 2023.
- Skúr á lóð klæddur 2023, rafmagnsofn settur 2021.
- Nýjar rafmagnstöflur 2023, Tesla Hleðslustöð sett upp 2022.
- Ruslaskýli fyrir þrjár tunnur 2024.
- Komin samþykkt fyrir "glerskála/ lokun út frá stofurými" frá Reykjavíkurborg - Sept 2024
- Nýtt Þakjárn sett á 2020 og málað 2024.
- Útidyr og gluggar að framanverðu málaðir 2024
- Nýjar flísar á skorstein 2024.
- Núverandi eigendur er þriðju eigendur frá upphafi.
 
Nánari upplýsingar veitir:
Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali. í síma 618-0064 eða solvi@domusnova.is 
 – eða skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 69.900 kr.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0.3% af endanlegu brunabótamati.
 
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
20/10/202083.300.000 kr.96.500.000 kr.190.8 m2505.765 kr.
25/05/201039.550.000 kr.31.750.000 kr.190.8 m2166.404 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Langholtsvegur 53
Bílskúr
Langholtsvegur 53
104 Reykjavík
216.5 m2
Einbýlishús
836
739 þ.kr./m2
159.900.000 kr.
Skoða eignina Dugguvogur 13 íb 502
Bílastæði
Dugguvogur 13 íb 502
104 Reykjavík
170.7 m2
Fjölbýlishús
423
878 þ.kr./m2
149.900.000 kr.
Skoða eignina Karfavogur 35
Bílskúr
Skoða eignina Karfavogur 35
Karfavogur 35
104 Reykjavík
229.8 m2
Einbýlishús
424
652 þ.kr./m2
149.900.000 kr.
Skoða eignina Hjallavegur 17
Skoða eignina Hjallavegur 17
Hjallavegur 17
104 Reykjavík
208.6 m2
Einbýlishús
714
705 þ.kr./m2
147.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin