Fasteignaleitin
Skráð 4. nóv. 2025
Deila eign
Deila

Kjarrás 19

SumarhúsVesturland/Akranes-301
134.8 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
149.500.000 kr.
Fermetraverð
1.109.050 kr./m2
Fasteignamat
54.550.000 kr.
Brunabótamat
99.600.000 kr.
Mynd af Svanþór Einarsson
Svanþór Einarsson
Byggt 2014
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2294959
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upphaflegar
Raflagnir
Upphaflegar
Frárennslislagnir
Upphaflegar
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Síðan húsið var byggt
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Timburverönd
Upphitun
Varmadæla
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Kvöð / kvaðir
Afsal 413-M-001400/2005 
Eignarland 999999-7777 100,0000
Einnig fylgir eigninni 50% hlutur í lóðinni við Kjarrás 21 sem 8300 m2 eignalóð sem er í eigu núverandi eigenda og nágranans.
FASTMOS kynnir:  Mjög glæsilegt og vandað heilsárshús/sumarhús á fallegum stað við Glammastaðavatn (Þórisstaðavatn) í ca. 50 mín keyrslu frá höfuðborgarsvæðinu. Símahlið inn á svæðið. Eignin stendur á rúmlega hektara eignarlóð. Vegur er niður að húsinu og bílastæði. Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla fylgir eigninni.
Húsið er skráð 114,8 m2 og er byggt úr forsteyptum einingum frá Loftorku og er steinað -  norskt granít. Byggingarár er 2014. Að auki er kjallari undir húsinu ca 37 m2 sem ekki er skráður í fermetratölu eignarinnar. Auka hús er timburhús ca. 30 m2 sem er nýtt sem gestahús. Einnig væri hægt að byggja meira á lóðinni þar sem nýtingarhlutfall lóðarinn er ekki nýtt að fullu.
Glæsileg hönnun er á húsinu og mikil lofthæð 4,70 þar sem hún er hæst og eru hljóðdempandi plötur í loftum til að veita betri hljóðvist. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar frá Við og við. Vandaðar gólfflísar frá Vídd. Gólfhiti er í gólfum.
Mjög stór sólpallur er við húsið með heitum potti (rafmagns pottur), aðgengi að vatni fyrir báta, vatnasport og veiði. Búið er að gróðursetja mikið af trjám á lóðinni og er þar einnig mikið af krækiberjum og bláberjum.


Nánari lýsing:
Forstofa
er með fataskáp og flísum á gólfi.
Gangur er með flísum á gólfi.
Eldhús, stofa og borðstofa eru í stóru opnu rými með flísum á gólfi. Mikil lofthæð og innbyggð lýsing. Stór útbyggður gluggi með glæsilegu útsýni. Í eldhúsi er falleg sérsmíðuð innrétting með eyju. Kvarts steinn frá Rein er á borðum. Í innréttingu er spanhelluborð, tveir ofnar og innbyggð uppþvottavél frá Mile. Innbyggður kæliskápur og annar innbyggður kæliskápur með fyrsti og klakavél frá LIEBHERR.
Sólstofa er með stórum gólfsíðum gluggum og mikilli lofthæð. Glæsilegur arinn. Úr sólstofu er gengið út á timburverönd.
Svefnherbergi nr. 1 (hjónaherbergi) er mjög rúmgott (tvö herbergi á teikningu) með flísum á gólfi. Stórir fataskápar. Úr hjónaherbergi er gengið út á timburverönd.
Svefnherbergi nr. 2 er með fataskáp og flísum á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, með innréttingu, vegghengdu salerni og sturtu með innbyggðum blöndunartækjum. Úr baðherbergi er gengið út á timburverönd.
Þvottahús er með flísum á gólfi. Stór innrétting með miklu skápaplássi. Gluggi er í þvottahúsi.
Kjallari er nýttur sem geymsla ca. 37 m2 með hillum og gólfhita. Lofthæð ca 2,55 m.
 
Auka hús:
Eldhús er með innréttingu og borðkrók, dúkur á gólfi. 
Stofa er með dúk á gólfi.
Baðherbergi er með lítilli innréttingu, vegghengdu salerni og sturtu með gashitara. Dúkur á gólfi.
Herbergi er með dúk á gólfi.

Félag Landeigenda í Glammastaðalandi (FLG) heldur utan um sameiginlega hagsmuni lóðaeigenda á svæðinu.

Verð kr. 149.500.000 -  Nánari upplýsingar veitir Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali í síma 698-8555 eða svanthor@fastmos.is
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 2015
114.8 m2
Fasteignanúmer
2294959
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
87.700.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin