Fasteignaleitin
Skráð 16. maí 2025
Deila eign
Deila

SPÁNAREIGNIR - Benidorm

FjölbýlishúsÚtlönd/Spánn/Costa Blanca
306 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
233.800.000 kr.
Fermetraverð
764.052 kr./m2
Fasteignamat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Aðalheiður Karlsdóttir
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Lyfta
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
100150525
Húsgerð
Fjölbýlishús
Númer hæðar
0
Vatnslagnir
nýtt
Raflagnir
nýtt
Frárennslislagnir
nýtt
Gluggar / Gler
nýtt
Þak
nýtt
Svalir
Stórar svalir með útsýni
Upphitun
Kæling/hiti
Inngangur
Sameiginlegur
SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*GLÆSILEG  LÚXUS ÍBÚÐ VIÐ STRÖND* - *FRÁBÆRT ÚTSÝNI OG FLOTT SAMEIGN*

Glæný og vönduð 5 herb. (4 svefnh. + 3 baðh.) íbúð í Sunset Sailors seglunum, glæsilegum lyftuhúsum í fremstu línu við Poniente ströndina í Benidorm. Aðeins 50 metrar til að busla í sjónum.
Íbúðin er á 33. hæð,  148 fm. og svalirnar 158 fm, samtals 306 fm. 
Einstakt sjávarútsýni og tilfinningin er eins og að vera á siglingu í Miðjarðarhafinu, en samt á meginlandinu. Frábær staðsetning, verslanir og  og fjölbreytt úrval alþjóðlegra veitingastaða allt í kring og stutt í Terra Michiga skemmtigarðinn, Aqualandia vatnsrennibrautagarðinn, Mundomar dýragarðinn og frábæra golfvell, td. hina vinsælu Villaitana og Las Rejas golfvelli sem eru örstutt frá. Fleiri flottir golfvellir í innan við 30 mín. akstursleið.
Ca. 30 mín akstur frá Alicante flugvelli.
Gróið og fallegt umhverfi,  hvít sandströnd og fallegt „promenade“ meðfram ströndinni og einstök fjallasýn. Einstakt tækifæri til að eignast flotta íbúð á frábærum stað þar sem allt iðar af skemmtilegu mannlífi allt árið um kring í borginni sem aldrei sefur.

Allar upplýsingar gefa
Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali. GSM 00354 893 2495. adalheidur@spanareignir.is,
Berta Hawkins, löggiltur fasteignasali,  GSM 0034 615 112 869. berta@spanareignir.is
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur. GSM 00354 777 4277. karl@spanareignir.is

Nánari lýsing:

Um er að ræða nýbyggð háhýsi með 2ja, 3ja, 4ra eða 5 herb. vel hönnuðum íbúðum í mismunandi útfærslum. Íbúðirnar eru allar rúmgóðar og vel skipulagðar og snúa í suður.
Hér er um að ræða algjöra lúxusíbúð með 4 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum, rúmgóðri stofu, sem er vel tengd eldhúsi og borðstofu.  Stórar svalir út frá stofu og svefnherbergi. Stórbrotið útsýni til sjávar og frábær fjallasýn. Gott skipulag og vandaðar innréttingar. Gólfhiti í baðherbergjum. 
Lokaður glæsilegur sameiginlegur sundlaugargarður með góðri aðstöðu. Frábær íþrótta- og íkamsræktaraðstaða og gott leiksvæði fyrir börn í sameign. Flottar sundlaugar og þar af ein upphituð. Heitir pottar, fjarvinnuaðstaða, chill out svæði, tennis, paddle, panoramic líkamsrækt, bíósalur og ótal margt fleira skemmtilegt. Sér bílastæði.
Falleg hvít sandströnd sem liggur að Miðjarðarhafinu með fallegum  gönguleiðum og skemmtilegtu „promenaði“ meðfram allri ströndinni.
Fjölbreytt úrval verslana og veitingastaða í nærumhverfinu.

Hér er um einstakt tækifæri að ræða til að eignast glænýja og vandaða íbúð á frábærum stað á hvítri sandströnd, stutt frá  öllu því sem gerir dvölina á Spáni  skemmtilega. 
Íbúðin er tilbúin til afhendingar í sept. 2026.

Verð: 
Íbúð með fjórum svefnherbergjum og þremur baðherbergjum:1.613.000 Evrur (233.800.000 ISK. Gengi 1Evra=145ISK) + 10% skattur og ca. 3% kostn. við kaupin.

Á sama stað eru líka til minni íbúðir á verðum frá 496.000 Evrum (71.900.000 ISK. Gengi 1Evra=145ISK) + 10% skattur og ca. 3% kostn. við kaupin.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin: 10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir allt að 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í allt að 13%.

Eiginleikar: verönd, sundlaugargarður, strönd, bílastæði, lyfta, nálægt strönd, air con, 
Svæði: Costa Blanca, Benidorm,
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Gerðhamrar 23
3D Sýn
Skoða eignina Gerðhamrar 23
Gerðhamrar 23
112 Reykjavík
295.5 m2
Einbýlishús
1125
744 þ.kr./m2
219.900.000 kr.
Skoða eignina Vogaland 3
Opið hús:07. des. kl 15:00-15:30
Vogaland 3 bakhluti.jpg
Skoða eignina Vogaland 3
Vogaland 3
108 Reykjavík
265.6 m2
Einbýlishús
435
864 þ.kr./m2
229.500.000 kr.
Skoða eignina Mávanes 16
Bílskúr
Skoða eignina Mávanes 16
Mávanes 16
210 Garðabær
313.2 m2
Einbýlishús
1137
765 þ.kr./m2
239.500.000 kr.
Skoða eignina Skerplugata 9
Skoða eignina Skerplugata 9
Skerplugata 9
102 Reykjavík
260.6 m2
Einbýlishús
935
921 þ.kr./m2
239.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin