BYR fasteignasala kynnir í einkasölu ÁSBRÚN 6, 700 Egilsstaðir. Fimm herbergja einbýlishús með stakstæðum bílskúr.
Eignin stendur í grónu hverfi innarlega við botnlanga í Fellabæ stutt í alla almenna þjónustu s.s. skóla og leikskóla. Smellið hér fyrir staðsetningu.Eignin er skiptist í einbýlishús byggt árið 1987, íbúð 120.4 m² og geymsla 10.6 m², ásamt bílskúr byggður árið 2025, 48.9 m², samtals 179.9 m² að stærð samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri, gangur, alrými með stofu og borðstofu og eldhúsi, fjögur herbergi, tvö baðherbergi, þvottahús og geymsla í kjallara. Bílskúr og tómstundaherbergi.
Nánari upplýsingar hjá BYR fasteignasölu | byr@byrfasteignasala.is | 471 2858 |Nánari lýsing: Anddyri, vínylparket á gólfi, þaðan er innangengt í herbergi II, baðherbergi I og þvottahús, rafmagnstafla.
Gangur, liggur frá anddyri, að öðrum rýmum eignarinnar, harðparket á gólfi
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, útgengt er frá stofu út á svalir.
Eldhús með L-laga innréttingu, AEG eldavél, uppþvottavél í vinnuhæð, gert er ráð fyrir ísskáp í innréttingu, gluggi.
Herbergi I, hjónaherbergi, fataskápar yfir heilan vegg, harðparket á gólfi.
Herbergi II, inn af anddyri, plastparket á gólfi.
Herbergi III, harðparket á gólfi.
Herbergi IV, harðparket á gólfi.
Baðherbergi I, (inn af anddyri), sturta, salerni og vaskinnrétting, skápur, vínylparket á gólfi.
Baðherbergi II, (á gangi), baðkar, upphengt salerni, vaskinnrétting, gluggi, vínylparket á gólfi og fíbóplötur á veggjum.
Þvottahús, vínylparket, pláss fyrir tvær vélar, krani á vegg, hillur, gluggi, lúga er úr þvottahúsi upp á loft.
Geymsla er undir húsi, moldargólf, einangrun komin í loftið að öðru leyti fokhelt rými. Inngangur í geymslu er að aftan verðu við húsið undir svölum.
Bílskúr, bílskúrshurð að framanverðu með rafrænni opnun, gönguhurð er á hlið bílskúrs, flísar á gólfi.
Þriggja fasa rafmagn, uppsettur
hlaupaköttur er í bílskúr,
gryfja/kjallari er undir u.þ.b. 2/3 hluta bílskúrs.
Sér inngangur er í
tómstundarherbergi sem er innst í bílskúr, parket á gólfi.
Ásbrún 6 er einbýlishús á einni hæð, geymsla er í kjallara undir húsinu. Húsið er timbur einingahús frá Trésmiðju Fljótsdalshéraðs á steyptum sökkli/kjallara,
klætt að utan með með standandi járn klæðningu. Járn á þaki, timburgluggar og hurðar.
Bílskúr er úr forsteyptum einingum á steyptum sökkli/kjallara,
byggður árið 2025,þak á bílskúr er klætt með bárustáli.
Lóðin er gróin og frágengin, búið er að skipta um jarðveg sunnan við hús með malarpúða.
Hellulagt bílaplan er framan við bílskúr, pláss fyrir tvær bifreiðar. Hellulagt er fyrir framan húsið og milli húss og bílskúrs, hiti er undir hellulögn að mestu leyti.
Aftan við hellulögn taka við timbursvalir, meðfram hlið, aftur fyrir húsið og fyrir horn, þar er
heitur pottur (hitaveitupottur) 6 - 8 manna.
Timburtröppur liggja niður í bakgarð að inngangi geymslu undir húsinu aftanverðu.
Búið er að skipta um gler í öllum gluggum á hæð. Gluggar fyrir kjallara eru til og fylgja í geymslunni. Ofnalagnir hafa verið endurnýjaðar og flestir ofnar.
Lóð er 1.168,0 m², leigulóð.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 217-3479. Ásbrún 6, Múlaþing.Stærð: Íbúð 131.0 m². Bílskúr 48.9 m² Samtals 179.9 m².
Brunabótamat: 98.050.000 kr.
Fasteignamat: 59.900.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2026: 63.850.000 kr.
Byggingarár: Íbúð 1987. Bílskúr 2025.
Byggingarefni: Steypt+ timbur.
Eignarhald:
02.0101 Bílskúr 48.9 Brúttó m².
01.0001 Geymsla 10.6 Brúttó m².
01.0101 Íbúð á hæð 120.4 Brúttó m².