Fasteignaleitin
Skráð 27. nóv. 2025
Deila eign
Deila

Þjóðbraut 1

Atvinnuhúsn.Vesturland/Akranes-300
248 m2
1 Baðherb.
Verð
122.900.000 kr.
Fermetraverð
495.565 kr./m2
Fasteignamat
55.250.000 kr.
Brunabótamat
131.450.000 kr.
JM
Jóhanna Margrét Jóhannsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2008
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2510327
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
3
Vatnslagnir
Upprunalegt
Raflagnir
Gott
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
Gott
Þak
Gott
Lóðarréttindi
Leigulóð
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Borgir  fasteignasala kynnir eignina Þjóðbraut 1, 300 Akranes, nánar tiltekið eign merkt 01-03, fastanúmer 251-0327 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.

Eignin Þjóðbraut 1 er skráð sem hér segir hjá FMR: birt stærð 248.0 fm ásamt hlutdeild í sameign og auk þess 20 fm geymsla í kjallara sem er sameign með rými 01-01. 
Eignin er með virðisaukaskattskvöð sem væntanlegur kaupandi þarf að yfirtaka. 

Nánari upplýsingar veita:
Jóhanna Margrét Jóhannsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 8200788, tölvupóstur johanna@borgir.is.
Bjarklind Þór Löggiltur fasteignasali, í síma 6905123, tölvupostur bjarklind@borgir.is


Um er að ræða bjart og opið verslunar- skrifstofuhúsnæði á jarðhæð miðsvæðis á Akranesi. Húsnæðið er með gólfsíðum álgluggum og hátt til lofts. Gluggarnir eru opnaðir að innan með rafmagnsstýringu. Í loftunum er bæði gifs- og kerfisloft með led lýsingu að hluta og hallogen lýsingu að hluta og því mjög auðvelt að breyta lýsingu. Mjög auðvelt er að skipta húsnæðinu upp í fleiri hluta en í dag er þar starfrækt blóma- og gjafavöruverslun og því er sér kælir fyrir blómin. Innaf versluninni er kaffiaðstaða, salerni, lager með manngengnu háalofti og skrifstofa. Á gólfunum er steinteppi en flísar á blómasvæðinu, blómaakæli og á lagernum. Hiti er í öllu gólfinu. Næg bílastæði eru fyrir framan húsnæðið. 

Umhverfi: 
Staðsett í glæsilegu íbúðarhverfi í uppbyggingu á Akranesi.
Stutt er í alhliða þjónustu til að mynda í leikskóla, sundlaug, íþróttamannvirki, banka og verslun ásamt því að að þjónustumiðstöð eldriborgara er í næsta húsi og svo mætti lengi telja.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin