Fasteignasalan TORG og Margrét Rós lgf. kynna í sölu bjarta og vel skipulagða 3ja-4ra herbergja útsýnisíbúð með aukinni lofthæð á eftirsóttum stað í Laugardalnum við Álfheima 28 í Reykjavík. Eignin skiptist í anddyri, hol, stofu/borðstofu með útgengi á suðurvestur svalir, eldhús, baðherbergi og tvö svefnherbergi (voru áður þrjú). Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Rós lgf. í s. 856-5858 eða margret@fstorg.is*** SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SÆKJA SÖLUYFIRLIT ***Frábær staðsetning í fallegu og grónu hverfi við hliðina á útivistarparadísinni Laugardalnum. Leik- og grunnskóli eru handan við hornið og menntaskóli og helstu íþrótta- og tómstundaiðkun í göngufæri. Auk þess sem örstutt er í fjölbreytta verslun og þjónustu allt í kring eins og Álfheimakjarna, Glæsibæ og Skeifuna. Góðar almenningssamgöngur eru í nálægð sem og fallegar göngu- og hjólaleiðir um hverfið, en örstutt er í góð útivistarsvæði og óspillta náttúruna til að njóta útiverunnar. Birt heildarstærð skv. fasteignaskrá HMS er 118,3 m², þar af er 10,9 m² geymsla í kjallara.
HVERS VIRÐI ER ÞÍN FASTEIGN? BÓKA FRÍTT VERÐMATNánari lýsing:Anddyri/hol: gengið inn í anddyri með parket á gólfi og inngengum fataskáp. Rýmið er samliggjandi rúmgóðu og opnu holi, og tengir saman aðrar vistverur íbúðar.
Eldhús: parketlagt með hvítri innréttingu og mósaík flísum á veggjum milli efri og neðri skápa, vaskur við glugga með fallegu útsýni yfir Esjuna og rúmgóður borðkrókur. Gott skápa- og vinnupláss og gaseldavél í innréttingu ásamt uppþvottavél og þvottavél sem fylgja með.
Stofa/borðstofa: stór og björt með aukinni lofthæð, stórum gluggum, útgengi á suður-vestur svalir með frábæru útsýni og parket á gólfi.
Hjónaherbergi: er rúmgott með parket á gólfi og stórum innbyggðum fataskáp og útgengi á suður-vestur svalir.
Svefnherbergi: bjart með góðum glugga og innbyggðum fataskáp, parket á gólfi.
Baðherbergi: með flísum á gólfi og hluta veggja. Baðkar með sturtuaðstöðu, salerni, handlaug og speglaskáp ásamt innbyggðum skápum.
Geymsla innan íbúðar: Lítil geymsla er inn af holi með hillum sem nýtist vel.
Sér geymsla: (10,9 m
2) er inn af sameignagangi í kjallara.
Þvottahús & Þurrkherbergi: er sameiginlegt í sameign í kjallara.
Hjóla- og Vagnageymsla: Í sameign í kjallara.
Innra skipulag íbúðar er ekki samkvæmt teikningu, búið er að opna frá holi inn í stofu. Eignin er í dag nýtt sem 3ja herbergja en var upprunalega 4ra herbergja. Hægt er að bæta þriðja herberginu við þar sem hluti af stofu er í dag án mikils tilkostnaðar auk þess sem auka hurð fylgir með.
Húsið og lóðin:Álfheimar 28 er fimm hæða fjöleignahús með 12 íbúðum í stigagangi. Húsið er hluti að fjölbýli við Álfheima 26-30 sem eru þrír matshlutar, en alls eru 38 íbúðir í heildar fjölbýlinu. Sameign er öll hin snyrtilegasta og eru þrif á sameign eru inni í húsfélagsgjaldi. Lóðin er í sameign og aðkoman að húsinu er góð, snjóbræðsla er í hellulögn fyrir framan og meðfram húsi og garður umhverfis húsið er snyrtilegur og vel hirtur. Næg Bílastæði eru bæði framan við hús og við austurenda húsins.
Viðhald að innan 2023-2024:- Svalir yfirfarnar og lakkaðar.
- Gluggastormjárn endurnýjuð í alla glugga.
- Búið að yfirfara og mála alla gluggakarma og -kistur.
- Búið að yfirfara og gera upp að mestu hurðar, innréttingar og skápa í upprunalegum stíl.
- Ný lofklæðning sett upp í allri íbúðinni og loftljós endurnýjuð.
- Ljósarofar og rafmagnstenglar endurnýjaðir þar sem þurfti.
Viðhald að utan skv upplýsingum frá húsfélagi:- Haustið 2024 var þéttiefni dælt í sprungur utanhúss.
- Hluti þaks var endurnýjaður sumarið 2017 vegna leka.
- Sumarið 2015 voru norður- og vesturhliðar hússins málaðar.
- Suður- og austurhliðar voru málaðar sumarið 2013.
- Skipt var um járn á þaki hússins árið 2009.
Nánari upplýsingar veita:Margrét Rós Einarsdóttir - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.
856-5858 /
margret@fstorg.isAðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.
773-3532 /
adalsteinn@fstorg.isERTU Í SÖLUHUGLEIÐINGUM? SMELLTU HÉRVILTU VITA HVAÐ VIÐSKIPTAVINIR OKKAR HAFA SEGJA? SMELLTU HÉRUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan TORG bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.