Fasteignaleitin
Skráð 13. jan. 2025
Deila eign
Deila

Hólavegur 23

EinbýlishúsNorðurland/Siglufjörður-580
124.7 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
39.900.000 kr.
Fermetraverð
319.968 kr./m2
Fasteignamat
31.850.000 kr.
Brunabótamat
53.715.000 kr.
AE
Arndís Erla Jónsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1936
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2130443
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
ágætt
Raflagnir
ágætt
Frárennslislagnir
ágætt
Gluggar / Gler
þarfnast lagæringa
Þak
ekki vitað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Lóð
100
Upphitun
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignamiðlun kynnir eignina Hólavegur 23, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 213-0443 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Hólavegur 23 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 213-0443, birt stærð 124.7 fm.

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.


Um er að ræða einbýlishús á tveimur hæðum sem búið er að endurnýja að hluta s.s frárennsli, rafmagn og vatnslagnir. Einnig hefur eldhúsinnrétting verið endurnýjuð sem og baðherberg og þvottahús. Nýjir hitaveituofnar hafa verið settir á neðri hæð eignarinnar en pottofnar eru á efri hæð. Eignin var klædd að utan fyrir rúmum 20 árum síðan og lítur ágætlega út. 
Neðri hæðin samanstendur af stofu/borðstofu, eldhúsi, baðherbergi, svefnherbergi og þvottahúsi. Útgangur er úr þvottahúsi inn í rými sem er forskalað og er að hluta til steypt og að hluta timbur. Gólf er steypt. Efri hæðin samanstendur af þremur svefnherbergjum, mjög rúmgóðri geymslu sem möguleiki á að breyta í herbergi og holi með fataskápum. Inn af einu herbergjanna er lítið geymslurými sem hægt væri að stækka herbergið um. Efri hæðin er með gömlum gólffjölum á gólfi sem pússaðar hafa verið upp og málað.
Fyrir utan inngang eignarinnar er lítill pallur með skjólvegg en bætt hefur verið við hann pergólu sem hægt er að nýta einnig yfir veturinn. Ástand á þaki er ekki vitað en hefur verið í lagi. 

Nánari lýsing: 
Andyri: er lítið með flísum á gólfi og fatahengi. 
Eldhús: hefur verið gert upp með nýlegum hvítum Ikea innréttingum og dökkri viðar boðrplötu. Ljósar flísar á gólfi, hellborð, ofn, vaskur og nýleg blöndunartæki.
Stofa: liggur saman með borðstofu þó er hægt að loka á milli. Parket er á gólfi. 
Svefnherbergi: eru fjögur í eigninni. Eitt er á neðri hæð með parket á gólfi og þrjú á efri hæð með gömlum gólffjölum sem hafa verið pússaðar. 
Baðherbergi: ljósar flísar eru á gólfi og í walk in sturtuklefa. Nýleg blöndunartæki og vaskur, gólftengt klósett og opinni innréttingu. 
Þvottahús: er með flotuðu gólfi, hvítum innréttingum og ljósri borðplötu.
Geymsla: er á tveimur stöðum á efri hæðinni. Annars vegar inn í einu herbergjanna og hins vegar inn í sérrými sem er mjög rúmgott. Sú geymsla hefur ekki verið einagruð og ekki sett gólefni. 
Garður: pallur er fyrir utan inngang með skjólvegg og pergólu. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Fasteignamiðlun ehf. - Grandagarður 5 - 101 Reykjavík - Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali

 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
02/07/202117.250.000 kr.25.000.000 kr.124.7 m2200.481 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1940
Fasteignanúmer
2130443
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
15.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Túngata 29
Skoða eignina Túngata 29
Túngata 29
580 Siglufjörður
95.7 m2
Einbýlishús
414
402 þ.kr./m2
38.500.000 kr.
Skoða eignina Hvanneyrarbraut 61
Hvanneyrarbraut 61
580 Siglufjörður
145.4 m2
Fjölbýlishús
524
274 þ.kr./m2
39.900.000 kr.
Skoða eignina Hávegur 8
Skoða eignina Hávegur 8
Hávegur 8
580 Siglufjörður
111.7 m2
Einbýlishús
513
349 þ.kr./m2
39.000.000 kr.
Skoða eignina Norðurgata 17a
Skoða eignina Norðurgata 17a
Norðurgata 17a
600 Akureyri
111 m2
Fjölbýlishús
511
359 þ.kr./m2
39.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin