Lögeign kynnir eignina Uppsalavegur 11, 640 Húsavík.Um er að ræða 78,5 Fm efri hæð á uppsalavegi. Eignin samanstendur af forstofu, eldhúsi, Búri, geymslu, gang, stofu og baðherbergi.
Nánari Lýsing: Komið er inn í flísalagða forstofu með fataskáp, inn af forstofunni tekur við parketlagður gangur sem tengir saman öll önnur rými eignarinnar. Eldhúsið er með kork á gólfi og viðarlitaðri innréttingu sem er bæði með efri og neðri skápum, gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu. Ágætis geymslupláss er í eldhúsinu þar sem inn af eldhúsinu er bæði búr með góðu hilluplássi og svo geymsla þar sem uppgengt er upp á háaloft. Stofan er björt, ágæt að stærð og svo er harmonikkuhurð á milli stofunnar og herbergis. Baðherbergið er innst á ganginum og er flísalagt í hólf og gólf, sturtuklefi, wc, hvít vaskainnrétting, hvítur veggskápur og tengi fyrir þvottavél. Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni Bæði parketlögð, eitt sem er innst á ganginum sem er með fataskáp og svo eitt sem er inn af stofunni sem er með harmonikkuhurð sem aðskilur stofuna frá herberginu.
Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu Hermann@logeign.is og Hinrik Marel Jónasson Lund lgf., í síma 835-0070 eða netfanginu hinrik@logeign.is.Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á