Hér er alveg ný þakíbúð sem var að koma aftur á sölu.
- Frábær staðsetning - tilbúin til innflutnings.
Íbúð 71 fm - Svalir 18,6 fm - Þaksvalir 71 fm Stór og rúmgóð íbúð með tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum.
Eldhús með hvítri innréttingu með aðgengi í lokað þvottahús og stofu/borðstofu alrými.
Útgangur frá stofu út á stórar svalir með útsýni yfir sundlaugagarðinn. Frá svölum er stigi upp á þaksvalir.
Heimilistæki og loftræsting heitt/kalt fylgir með.
Þessi íbúð snýr í austur. Þar er morgunsól á svölunum og glampandi sól á þaksvölunum allan daginn og fram á kvöld.
Það fylgir bílastæði í kjalla og góð geymsla.
Lyfta frá bílakjalla og upp á allar hæðir, hjólastóla aðgengi.
Flottur sundlauga garður.
Kjarninn er vel staðsettur, í göngufæri við marga veitingastaði, verslun og Laugardagsmarkað.
EKKI MISSA AF ÞESSU FRÁBÆRA TÆKIFÆRI - AÐEINS ÞESSI EINA ÍBÚÐ
Skoða allt um íbúðina
hér.