Fasteignaleitin
Skráð 15. ágúst 2024
Deila eign
Deila

Þórsmörk 3H

FjölbýlishúsSuðurland/Hveragerði-810
60.8 m2
2 Herb.
1 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
48.500.000 kr.
Fermetraverð
797.697 kr./m2
Fasteignamat
2.480.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Elínborg María Ólafsdóttir
Elínborg María Ólafsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2532149
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Nýtt
Raflagnir
Nýtt
Frárennslislagnir
Nýtt
Gluggar / Gler
Nýir
Þak
Nýtt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
2 - Botnplata
Valborg fasteignasala kynnir í einkasölu nýja 2ja herbergja íbúð við Þórsmörk 3H, 810 Hveragerði. 
Eignin skiptist í anddyri, stigagang, alrými, hjónaherbergi,  baðhergi og svalir.
Eignin er samtals 60,80m² að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrá Íslands.
Eignin er í litlu 6 íbúða fjölbýli miðsvæðis í Hveragerði.
Stutt í skóla, verslun og þjónustu.


Sjá staðsetningu hér:

Þórsmörk 3 er tveggja hæða fjölbýlishús ásamt kjallara með samtals sex íbúðum. Eitt bílastæði fylgir íbúðinn á sameiginlegu bílastæði. Sér inngangur er fyrir hverja íbúð.
Megin burðarkerfi hússins er steinsteypa. Veggir plötur og svalir eru staðseyptar.
Húsið er einangrað með 67 mm plasteinangrun að utan og innan, samtals 134 mm. Múrað og steinað að utan, múrað eða klætt með gipsplötum að innan.
Gluggar, svalahurðir og útidyrahurð er Rationel ál/timbur frá Húsamiðjunni eða sambærilegt.
Bílastæði innan sameiginlegrar lóðar verða malbikuð og afmörkuð með máluðum línum. Kantsteinn afmarkar gróður- og leiksvæði frá bílastæðum. Aðrar gönguleiðir á lóð verða hellulagðar eða malbikaðar.
Opið sorpgerði er staðsett samkvæmt teikningum.
Snjóbræðsla er í helstu gönguleiðum innan lóðar og að sorpskýli.


Íbúðir eru afhentar með innréttingum og heimilistækjum. Votrými og forstofa eru flísalögð.
Útveggir og hluti innveggja eru steyptir. Léttir innveggir eru gipsklæddir. Allir veggir eru sandsparslaðir og málaðir í hvítum lit. Veggir á baðherbergjum eru flísalagðir að hluta og aðrir veggir málaðir með rakaþolnu málningarkerfi.
Loft eru sandspörsluð, grunnuð og tvær umferðir af hvítri málningu. Loft á baðherbergi er málað með rakaþolnu málningarkerfi. Gólf- og veggflísar eru frá Birgisson eða sambærilegt.
Gólf á baðherbergi og gestasnyrtingu er flísalagt og veggir flísalagðir að hluta. Forstofa er flísalögð með sömu flísum og eru á baðherbergi og gestasnyrtingu. Parket frá Birgisson eða sambærilegt er á gólfi alrýmis og herbergjum.
Innréttingar eru í eldhúsi, forstofu, baðherbergi, gestasnyrtingu og fataskápar í hluta af herbergjum frá HTH. 
Íbúðunum fylgja eldhústæki af gerðinni AEG eða sambærilegt. Íbúðum er skilað með span helluborði og bakaraofni. Í eldhúsi er stálvaskur og einnar handar blöndunartæki frá Tengi eða sambærilegt. 
Upphengd salernisskál með innbyggðum vatnskassa, hæglokandi setu og hvítum þrýstihnappi á vegg. Handlaug er hvít með einnar handar blöndunartæki frá Tengi eða sambærilegt.
Sturtutæki er hitastýrt og innfellt inn í vegg með sturtuhaus og handúðara frá Tengi eða sambærilegt. 
Raflögn verður fullfrágengin. Rofar og tenglar (fyrir rafmagn, tölvu/síma) verða settir upp í samræmi við raflagnateikningar.
Ljós í eldhúsi, baði og í þvottahúsi íbúða verða frágengin en önnur ljós innan íbúðar fylgja ekki.
Einfaldur cat5e strengur er dreginn í og tengdur í alrými og hvert íveruherbergi. Í smáspennutöflu er krosstengibretti sem tengist á móti tenglum í íveruherbergjum. Ljósleiðari er tilbúinn til tengingar í smáspennutöflu íbúðar. 
Íbúðin er upphituð með gólfhita með hitastillum á veggjum.Vélrænt með útsogi og ferskloftsventlum samkvæmt byggingarreglugerð og teikningum.


Nánari upplýsingar veita:
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is. 

Aðrar eignir sem við seljum má sjá hér.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með  sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Sléttuvegur 3
Skoða eignina Sléttuvegur 3
Sléttuvegur 3
870 Vík
77.2 m2
Fjölbýlishús
211
641 þ.kr./m2
49.500.000 kr.
Skoða eignina Eyravegur 34A - Íb. 205
Eyravegur 34A - Íb. 205
800 Selfoss
66.5 m2
Fjölbýlishús
312
750 þ.kr./m2
49.900.000 kr.
Skoða eignina Birkihlíð 10
Skoða eignina Birkihlíð 10
Birkihlíð 10
845 Flúðir
80.2 m2
Fjölbýlishús
312
622 þ.kr./m2
49.900.000 kr.
Skoða eignina Sléttuvegur 3
Skoða eignina Sléttuvegur 3
Sléttuvegur 3
870 Vík
77.9 m2
Fjölbýlishús
211
635 þ.kr./m2
49.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin