Eignasala.is kynnir eignina Kinnargata 47, 210 Garðabær nánar tiltekið eign merkt 03-02,
Lýsing
Eignasal kynnir glæsilega 3 herbergja íbúð við Kinnargötu 47 í Urriðarholti Garðabæ.
Íbúð 302: 95,6 fm, 3ja herbergja íbúð á 3.hæð. Eigninni fylgir stæði í lokuðu bílastæðahúsi.
Kinnargata 47 er 13 íbúða fjölbýli á fjórum hæðum með aðalinngangi á 1. hæð ásamt lokuðu bílastæðahúsi. Húsið er í Urriðaholti í Garðabæ sem er einstakt og nýstárlegt hverfi. Umkringt óspilltri náttúru en um leið í nálægð við góðar samgönguæðar og sérlega vel staðsett innan höfuðborgarsvæðisins. Í jaðri hverfisins eru helstu útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, ósnortin náttúra og einn glæsilegasti golfvöllur landsins.
Nánari lýsing:
Anddyri: Parket á gólfi, fataskápur.
Eldhús: Parket á gólfi, gott skápa- og borðpláss, innréttingin er frá Voke III, framhliðar eru matt gráar að lit, borðplötur eru sérsmíðaðar úr hvítæðóttum Quarts stein með undirlímdum vaski úr stáli. Eldhústæki eru frá Electrolux að undanskildum háfum sem eru af gerðinni Elica og helluborði frá AEG. Innbyggður ísskápur, frystir og uppþvottavél fylgir.
Alrými: Parket á gólfi, opið og bjart rými, útgengt út á svalir.
Hjónaherbergi: 14,7 fm, parket á gólfi, fataskápur.
Herbergi: 9,9 fm, parket á gólfi, fataskápur.
Baðherbergi: Gráar flísar 60x60 að stærð á gólfi og veggjum að hluta, upphengt salerni, handklæðaofn og sturta, sturtutæki eru hitastýrð og innbyggð. Innréttingin er frá Voke III, framhliðar matt gráar að lit, borðplötur eru sérsmíðaðar úr hvítæðóttum Quarts stein með undirlímdum vaski.
Þvottahús: Innaf baðherbergi, rennihurð á milli rýma, innrétting undir þvottavél og þurrkara framleidd af Voke III grá að lit.
Svalir: 8,2 fm svalir
Geymsla: 6,7 fm í sameign.
Hjóla- og vagnageymsla: Í sameign.
Bílastæði: Í lokuðu bílastæðahúsi.
Nánari upplýsingar veita Reynir Þór Reynisson aðstoðarmaður fasteignasla, í síma 7770915, tölvupóstur reynir@eignasala.is. og Júlíus M Steinórsson löggiltur fasteignasali. 4206070 tölvupóstur julli@eignasala.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana. Geymsluskúr,.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 43.400 með vsk.