Fasteignaleitin
Skráð 16. des. 2024
Deila eign
Deila

Þelamörk 49

RaðhúsSuðurland/Hveragerði-810
124.9 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
84.900.000 kr.
Fermetraverð
679.744 kr./m2
Fasteignamat
46.300.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
HH
Heimir Hallgrímsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2023
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2507171_2
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Nýjar
Raflagnir
Nýjar
Frárennslislagnir
Nýjar
Gluggar / Gler
Nýtt
Þak
Nýtt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Verönd
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
4 - Fokheld bygging
Nýtt á skrá! Þelamörk 49C Hveragerði.

Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynnir afar fallegt 124,9 fermetra raðhús á einni hæð við Þelamörk 49C í Hveragerði. Eignin verður laus til afhendingar við kaupsamning!

Um er að ræða nýtt raðhús með rúmgóðu alrými sem samanstendur af stofu/borðstofu og eldhúsi, þremur svefnherbergum (möguleiki á fjórða svefnherberginu), tveimur baðherbergjum, fataherbergi og þvottaherbergi/geymslu í grónu og fjölskylduvænu hverfi miðsvæðis í Hveragerði. Húsið verður afhent fullbúið að innan með öllum eldhústækjum, þ.á.m. innbyggðum kæliskápi með frysti og uppþvottavél. Húsið verður auk þess fullklárað að utan ásamt því að lóð verður rúmlega grófjöfnuð og hellulögð stétt frá götu og að inngangi. Þá er hellulögð verönd út frá stofu. Fallegir steyptir skjólveggir sem snúa að götu og milli húsa að framanverðu. Opið sorptunnuskýli sem rúmar þrjár sorptunnur.

Húsið er staðsteypt, einangrað að utan með ál og timburklæðningu. Einhalla timburþak er á húsinu með Protan þakdúki. Gluggar eru trégluggar frá Gluggasmiðju Selfossar (tvöfallt K-gler). Útidyrahurð er timburhurð. Gólfhiti er í öllu húsinu og forhitari. Ídráttarrör fyrir heitum potti báðum megin við hús og bílastæði fyrir rafmagnsbíla. Húsið verður afhent á byggingarstigi B4 og matsstigi 7.

Staðsetning hússins er frábær í rólegri barnvænni götu í grónu hverfi í Hveragerði. Stutt í leikskóla, grunnskóla, sundlaug og þjónustu. Frábærir útivistamöguleikar allt í kring og fallegar göngu og hjólaleiðir.

Húsið stendur í raðhúsalengjunni Þelamörk 49 A - D. Auk þess er Þelamörk 49 D (sem er endaraðhús) og Þelamörk 49 B til sölu.

Nánari lýsing eignar:

Forstofa: Með harðparketi á gólfi og skápum.
Þvottaherbergi/geymsla: Með flísum á gólfi og tengi fyrir þvottavél/þurrkara. Allar lagnagrindur, forhitari og gólfhitakerfi staðsett innan rýmis.
Alrými samanstendur af rúmgóðri stofu og eldhúsi. Mikil lofthæð er yfir alrými og innfelld ljós í loftum.
Eldhús: Með harðparketi á gólfi og hvítri eldhúsinnréttingu með svörtum efri skápum og eyju. Innbyggður kæliskápur með frysti, uppþvottavél, bakaraofn og spansuðu helluborð. Eldhús er opið við stofu og velræn útloftun.
Stofa: Er rúmgóð og með harðparketi á gólfi. Mikil lofthæð og gluggar til vesturs. Útgengi á framlóð til vesturs og hellulagða verönd. Möguleiki er að bæta við fjórða svefnherbergi á kostnað hluta stofu (sjá nánar mynd).
Baðherbergi I: Með flísum á gólfi og hluta veggja. Flísalögð sturta með gleriþili, upphengt salerni og góð innrétting við vask. Vélræn útloftun.
Hjónaherbergi: Með harðparketi á gólfi og gluggum til austurs. Inngengt í fataherbergi og baðherbergi II frá hjónaherbergi.
Fataherbergi: Er staðsett inn af hjónaherbergi með harðparketi á gólfi og opnum klæðaskápum. Vélræn útloftun.
Baðherbergi II: Er staðsett inn af hjónaherbergi. Flísar á gólfi og hluta veggja. Flísalögð sturta með glerþili, upphengt salerni og innrétting við vask. Vélræn útloftun.
Svefnherbergi II: Með harðparketi á gólfi og glugga til austurs.
Svefnherbergi III: Með harðparketi á gólfi og glugga til austurs.

Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali í síma 849-0672 eða á netfanginu heimir@fastlind.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
28/04/20215.670.000 kr.96.000.000 kr.488.4 m2196.560 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Lindarbrún 2 - Íbúð 103
Bílastæði
Opið hús:19. jan. kl 13:00-14:00
Lindarbrún 2 - Íbúð 103
810 Hveragerði
88.6 m2
Fjölbýlishús
211
947 þ.kr./m2
83.900.000 kr.
Skoða eignina Hraunbær 31
Skoða eignina Hraunbær 31
Hraunbær 31
810 Hveragerði
144 m2
Raðhús
413
603 þ.kr./m2
86.900.000 kr.
Skoða eignina Lindarbrún 2 - Íbúð 203
Bílastæði
Opið hús:19. jan. kl 13:00-14:00
Lindarbrún 2 - Íbúð 203
810 Hveragerði
89.7 m2
Fjölbýlishús
211
958 þ.kr./m2
85.900.000 kr.
Skoða eignina DALSBRÚN 27
Skoða eignina DALSBRÚN 27
Dalsbrún 27
810 Hveragerði
130.6 m2
Raðhús
514
650 þ.kr./m2
84.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin