Fasteignaleitin
Skráð 7. feb. 2022
Deila eign
Deila

SPÁNAREIGNIR - Pilar de la Horadada

FjölbýlishúsÚtlönd/Spánn/Costa Blanca
74.9 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
29.700.000 kr.
Fermetraverð
396.529 kr./m2
Fasteignamat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Aðalheiður Karlsdóttir
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Garður
Bílskúr
Fasteignanúmer
200101121
Húsgerð
Fjölbýlishús
Númer hæðar
0
Vatnslagnir
Nýtt
Raflagnir
Nýtt
Frárennslislagnir
Nýtt
Gluggar / Gler
Nýtt
Þak
Nýtt
Svalir
Svalir og þakasvalir
Upphitun
Hiti / Kæling
SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*FLOTTAR ÍBÚÐIR* *SÉR ÞAKVERÖND* *BÍLSKÚR*

Nýjar íbúðir á góðum stað í litlum íbúðarkjarna. Í boði eru íbúðir með 2 eða 3 svefnh. og 2 baðherbergi á jarðhæð með sér garði eða efri hæð með svölum og sér þakverönd. Efri hæðum fylgir sér bílskúr og neðri hæðum bílskýli. Frábært tækifæri til að eignast flotta íbúð á góðu verði. Stutt á strönd og í skemmtilegan miðbæ Pilar de la Horadada. Um 45 mín akstur suður frá Alicante.


Allar upplýsingar veita Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, adalheidur@spanareignir.is. GSM 893 2495 og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur, karl@spanareignir.is. GSM 777 477.

Nánari lýsing:

Gengið frá svölum inn sér inngang. Komið er inn í vel skipulagt alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu með útgengi út á svalir. Frá svölum er gengið upp á stóra þakverönd með eldhúsi, pergóla og gervigrasi.
Hjónasvíta með sér baðherbergi, stórum fataskáp og útgengi út á svalir.
Svefnherbergi með stórum  fataskáp við hliðinná baðherbergi.

Mikið innifalið:
Rafmagnstæki (ofn, helluborð, gufugleypir, ísskápur með frysti, uppþvottavél, þvottavél og örbylgjuofn).
Gólfhiti á baðherbergjum, fullbúin baðherbergi með sturtugleri og speglum.
Innbyggt kerfi fyrir loftkælingu og hitun.
Sér þakverönd fylgir útieldhús, pergóla og gerfigras.
Lýsing.
Sameiginlegur sundlaugargarður.

Verð:
Neðri hæð með sér garði og bílskýli
(2 svefnherbergi + 2 baðherbergi): Verð frá frá 175.900. Evrur. + kostn. (25.500.000ISK miðað við gengi 1E=145ISK)
Efri hæð með svölum, sér þakverönd og bílskúr (2 svefnherbergi + 2 baðherbergi): Verð frá  204.900 Evrur. + kostn. (29.700.000ISK miðað við gengi 1E=145ISK)

Hægt að fá íbúðir tilbúnar í desember 2021 (aðeins tvær eftir + sýningaríbúðin) í áfanga Playamar VIII eða
íbúðir í byggingu til afhendingar í desember 2022 í Playamar IX.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.
Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með hagstæðu láni frá spænskum banka.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.
Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: http://www.spanareignir.is


Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Eiginleikar: ný eign, sér þakverönd, svalir, air con, sameiginlegur sundlaugargarður, bílskúr,
Svæði: Costa Blanca,  Pilar de la Horadada,

 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignanúmer
200101121

Sambærilegar eignir

Skoða eignina SPÁNAREIGNIR -San Pedro del Pinatar
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR -San Pedro del Pinatar
Spánn - Costa Blanca
88 m2
Fjölbýlishús
322
340 þ.kr./m2
29.900.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Villamartin
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR - Villamartin
Spánn - Costa Blanca
76 m2
Fjölbýlishús
312
407 þ.kr./m2
30.900.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Santa Rosalia Resort
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR - Santa Rosalia Resort
Spánn - Costa Blanca
57 m2
Fjölbýlishús
211
523 þ.kr./m2
29.800.000 kr.
Skoða eignina Bylgjubyggð 15
Skoða eignina Bylgjubyggð 15
Bylgjubyggð 15
625 Ólafsfjörður
73.4 m2
Fjölbýlishús
312
416 þ.kr./m2
30.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin