Fasteignasalan TORG kynnir: **Einstök staðsetning, frábært útsýni** Glæsileg sérhæð á eftirsóttum útsýnisstað í Ólafsgeilsa Grafarholti. Um er að ræða 187,3fm miðhæð með innbyggðum bílskúr, stórum svölum og frábæru útsýni yfir golfvöll G.R, borgina og falleg náttúra umlykur húsið. Eignin er mjög vönduð og allar innréttingar og skápar eru sérsmíðaðar af Brúnás. Mjög fallegt, gegnheilt plankaparket úr eik er á gólfum sem nýlega er búið að pússa, flísar og innihurðir eru frá Agli Árnasyni. Allar innihurðir eru í yfirstærð úr eik. Blöndunartæki eru flest frá Vola. Gólfhiti með þráðlausri hitastýringu er í öllum herbergjum. Svefnherbergin eru 3 og að auki er stórt gluggalaust herbergi sem er tilvalið sem sjónvarps, hobbý eða vinnuherbergi. Nýlega var skipt um 5 gler í stofu og borðstofu.
Sækja söluyfirlit hér. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.isAlmennt: Um er að ræða 187,3fm sérhæð með innbyggðri bílageymslu byggt árið 2003. Aðkoma: Bílastæði við húsið eru hellulögð með hitalögnum/snjóbræðslu og falleg lýsing er á húsinu. Húsið er viðhaldslétt þar sem það er steinað að stærstum hluta og einnig er vandaður harðviður á húsinu. Fallegt handrið úr ál og gleri prýðir einnig húsið. Innra fyrirkomulag: Forstofa: komið er inn í rúmgóða forstofu með góðum fataskápum sem ná upp í loft og flísum á gólfi.
Gestasalerni: innaf forstofu er gestasnyrting með flísum á gólfi, upphengdu salerni og glugga.
Stofa/borðstofa: stofa og borðstofa eru samliggjandi og bjartar með fallegu plankaparketi á gólfi, innfelldri lýsingu, gólfsíðum gluggum með nýlegum rúllugardínum og frábæru útsýni yfir golfvöllinn og náttúruna.
Eldhús: eldhúsið í eigninni er sannkallað veislueldhús. Falleg hvít/ háglans innrétting með góðu skápaplássi , stórri eyju og granít á öllum borðum. Flísar eru á gólfi. Nýlegt span helluborð og innbyggð uppþvottavél, gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp. Innfelld lýsing og opið er inn í stofu og borðstofu frá eldhúsi. Útgengt er á mjög rúmgóðar svalir með frábæru útsýni yfir golfvöll G.R og fallega náttúru.
Aðalbaðherbergi: glæsilegt og vel útbúið baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, bæði stór sturta og gott baðkar eru á baðherberginu ásamt innréttingu með granít á borði, stórum spegli og fallegri lýsingu. Gluggi er á baðherberginu og vönduð blöndunar og hreinlætistæki.
Barnaherbergi: Tvö barnaherbergi bæði með skápum, parket er gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart hjónaherbergi með fataherbergi með góðum innréttingum, parket er á gólfi og tvöföld opnanleg hurð út þar sem hægt er að lofta út og viðra og horfa út í fallega náttúruna.
Sjónvarpsherbergi: innaf þvottahúsi er rúmgott flísalagt og gluggalaust rými sem í dag er notað sem hobbyherbergi væri einnig hægt að nýta sem vinnu eða æfingaherbergi. Aflokuð geymsla með rennihurð er innaf herberginu.
Þvottaherbergi: Afar gott þvottaherbergi með ágætri innréttingu og skolvaski er innan íbúðar og er innangengt frá því í bílskúrinn.
Bílskúr: innangengt er í bílskúrinn sem er 23,3fm með flísalögðu gólfi, vatni, rafmagni og rafmagnshurðaopnara.
Niðurlag: þetta er virkilega vönduð og falleg sérhæð með frábæru útsýni úr nánast öllum gluggum eignarinnar m.a. yfir golfvöll G.R og fallega náttúru. Mjög friðsælt er við húsið sem er í botnlanga og eignin liggur ekki við neina götu. Mikil náttúrufegurð er allt í kring og góðir göngu og hjólastígar umlykja Grafarholtið. Örstutt er í skóla og leikskóla. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is