Skeifan og Halldór kynna í einkasölu: Snyrtileg og haganlega skipulagt 6 herbergja raðhús á fjölskylduvænum stað við Hólmvað 42 í Reykjavík. Húsið er alls um 172,4 fermetrar að stærð og þar af 21,9 fermetra bílskúr. Húsið er með að hluta til mikilli lofthæð á efri hæð og með rúmgóðri afgirtri verönd til suðurs með heitum potti. Útgengi er úr stofu á stórar svalir sem snúa inn í bakgarð til suðurs og þar er fallegt útsýni. Hellulögð innkeyrsla og bílastæði fyrir um 3 bíla með planið er með snjóbræðslu.
Nánari upplýsingar veitir HALLDÓR / Sími: 618-9999 / HALLDÓR@SKEIFAN.ISLýsing:Fjögur svefnherbergi er í húsinu (tvö á neðri hæð og tvö á efri hæð) og stórar stofur sem eru opnar við eldhús. Baðherbergi og þvottaherbergi eru staðsett á neðri hæð hússins. Eyja er í eldhúsi. Bílskúr með inngangshurð við hlið aðal inngangs í húsið. Gólfhitakerfi er í öllu húsinu.
Lóð er snyrtileg og nánast viðhalds frí. Hellulögð stétt með snjóbræðslu fyrir framan hús. Afgirt verönd til suðurs með heitum potti. Staðsetning hússins er afar góð í lokuðum botnlanga í rólegri barnvænni götu.
Nánari lýsing:Neðri hæð:Forstofa: Er með ljósum flísum á gólfi.
Hol/gangur: Með parketi á gólfi. Útgengi útá pall við enda gangsins.
Verönd/pallur: Er afgirt með heitum potti skjólveggjum.
Svefnherbergi I: Með parketi á gólfi, skápum og glugga til suðurs.
Svefnherbergi II/hjónaherbergi: Með parketi á gólfi, gott skápapláss með skápum uppí loft.
Baðherbergi: Með flísum á gólfi og hluta veggja. Sturta og baðkar. Snyrtileg hvít innrétting, upphengt salerni og handklæðaofn er þar.
Þvottaherbergi: Parketlagt, innrétting við skol vask, þvottavél og þurrkari í vinnuhæð í innréttingu.
Hægt er að bæta við baðherbergi á neðri hæð, drög að nokkrum útfærslum eru til staðar fyrir kaupendur.Efri hæð: Steyptur stigi á milli hæða. Stór og mikill gluggi til norðurs sem hleypir mikilli birtu inn á stigagang.
Alrými: Skiptist í eldhús, borðstofu og stofu. Rýmið er með mikilli lofthæð með innfelldri lýsingu í loftum og stórum gluggum til suðurs. Útgengi á rúmgóðar suður svalir, gott útsýni til fjalla.
Eldhús: Er rúmgott með parketi á gólfi og snyrtilegri grárri og hvítri eldhúsinnréttingu með stórri eyju borðplata er búin til úr hvítum steini og eru innfeld eldunartæki í plötuna. Tengi er fyrir uppþvottavél.
Stofa: Er rúmgóð með parketi á gólfi og mikilli lofthæð. Innfelld lýsing í loftum. Opin við eldhús og borðstofu. Mikið útsýni er meðal annars til fjalla er úr stofunni.
Borðstofa: Er rúmgóð með parketi á gólfi og útgengi á svalir.
Svalir: Eru rúmgóðar og snúa til suðurs inn í bakgarð hússins. Útgengi frá borðstofu.
Svefnherbergi III: Með parketi á gólfi, skápum og glugga til norðurs, geymsluloft fyrir ofan.
Svefnherbergi IV: Með parketi á gólfi og glugga til norðurs.
Bílskúr: Er 21,9 fermetrar að stærð, upphitaður og heitt og kalt vatn.
Nánari upplýsingar veitir HALLDÓR / Sími: 618-9999 / HALLDÓR@SKEIFAN.ISEignin er mögulega ekki í samræmi við samþkktar teikningar
Kaupendur greiða skipulagsgjald þ.e 0,3% af endanlegu brunabótamati þegar það verður innheimt.
Kostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.700 kr fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Skeifan fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.