Miklaborg kynnir: Einbýlishús á einni hæð í rólegri botnlangagötu við Hvannalund 9 á eftirsóttum stað í Garðabæ. Húsið hefur nær allt verið endurnýjað bæði innan- og utandyra á síðastliðnu ári til að gera fallega eldri eign að glæsilegu nútímalegu einbýlishúsi. Húsið stendur á stórri sólríkri lóð þar sem byggingarreitur hefur ekki verið fullnýttur og heimild er fyrir að stækka húsið allt að 270 fm á einni hæð samkvæmt gildandi deiluskipulagi. Fyrir liggur samþykkt teikning fyrir 54,3 fm stækkun á norðausturhlið hússins og er seljandi tilbúinn með verktaka sem getur séð um framkvæmdina. Seljendur óska eftir tilboði í eignina.
***Bókið skoðun***
Húsið að Hvannalundi 9 var byggt árið 1972 og er birt stærð þess hjá fasteignaskrá 131 fm, þar af er bílskúr skráður 37,9 fm. Eignin skiptist í anddyri með fataskápum, opið alrými með eldhúsi, stofu og borðstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr með heitu- og köldu vatni og þriggja fasa rafmagni.
Nánari lýsing:
Komið er inn í flísalagða forstofu með góðum fataskáp. Við tekur bjart alrými með eldhúsi, stofu og borðstofu í opnu rými. Eldhúsið er með nýjum innréttingum, blöndunartækjum, flís á borði og eldunareyju. Stofa og borðstofa eru með góðri lofthæð og gluggum sem veita góða birtu. Baðherbergi er flísalagt með nýrri innréttingu og sturtuklefa með gleri. Á mót við baðherbergið eru tvö samliggjandi svefnherbergi. Þvottahús er flísalagt með innréttingu, tengi fyrir þvottavél og þurrkara og þaðan er útgengt á stóran pall með heitum potti, útisturtu og góðri grillaðstöðu. Af palli er hægt að ganga inn í bílskúr. Bílskúrinn er rúmgóður með aukinni lofthæð, heitu- og köldu vatni og þriggja fasa rafmagni. Lóðinn sem nær umhverfis húsið er snyrtileg og gróðursæl.
Gólefni
Nýtt niðurlímt eikarparket er á öllum rýmum að undanskildu anddyri, baðherbergi og þvottahúsi en þar eru nýjar flísar.
Endurbætur innanhús:
Húsið hefur nær allt verið endurnýjað að innan. Meðal annars var ofnakerfi skipt út fyrir gólfhita, allar raflagnir-, tengi og rofar endurnýjaðar og komið upp þriggja fasa rafmagni í bílskúr. Nýr hljóðdúkur og lýsing sett í loft í allt húsið að undanskyldu anddyri, þvottahúsi og baðherbergi. Öllu gólfefni í húsinu var skipt út fyrir nýtt. Eldhús sem fyrir var fjarlægt og það opnað að stofu og borðstofu. Nýtt eldhús er með flís á borði, eldunareyju, nýjum eldhústækjum, nýjum blöndunartækjum og helluborði með gufugleypi. Gluggakistur sem fyrir voru fjarlægðar og í staðinn settar nýjar með sömu flís og er í eldhúsi. Baðherbergi allt endurnýjað. Þvottahús allt endurnýjað með innréttingum og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Allar hurðir innandyra endurnýjaðar.
Endurbætur utanhús:
Húsið allt yfirfarið að utan. Meðal annars var húsið múrað og málað uppá nýtt. Gluggar voru málaðir og nýjir ál-botnlistar settir í alla glugga. Skipt um gler þar sem þess þurfti. Þak var yfirfarið og málað. Þakkantur var yfirfarin og lagaður á þeim stöðum sem þess var þörf. Nýjar flísar settar í þrep við inngang. Bílaplan var grófjafnað og settar nýjar hellur meðfram húsi að inngangi.
Möguleiki á stækkun:
Húsið stendur á lóð þar sem byggingarreitur hefur ekki verið fullnýttur og miðað við gildandi deiluskipulag er heimild fyrir að byggja allt að 270 fm á einni hæð. Seljandi er með arkitekt og byggingarverktaka sem eru klárir í verkefnið. Fyrir hendi er samþykkt teikning frá Kristinni Ragnarssyni arkitekt sem sýna hvernig húsið gæti litið út miðað við um 55 fm stækkun.
Allar nánari upplýsingar veita
Stefán Jóhann Stefánsson löggiltur fasteignasali í síma 659-2634 eða stefan@miklaborg.is
Friðjón Örn Magnússon löggiltur fasteignasali í síma 692-2704 eða fridjon@miklaborg.is
| Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
|---|---|---|---|---|---|
| 26/03/2025 | 102.450.000 kr. | 116.000.000 kr. | 131 m2 | 885.496 kr. | Já |
| Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
|---|---|---|---|---|
210 | 141.3 | 151,9 | ||
210 | 131.4 | 131,9 | ||
210 | 127.7 | 125,9 | ||
210 | 132.7 | 136,9 | ||
210 | 126.5 | 122,9 |