Trausti fasteignasala kynnir eignina Hamrar, GrundarfirðiUm er að ræða einstaklega fallega sjávarjörð með stórbrotnu útsýni yfir Grundarfjörð og Kirkjufell. Jörðin selst ásamt húsakosti sem samanstendur af einbýlishúsi, verkfærageymslu, alifuglahúsi, fjárhúsi og hlöðu. Land liggur að Grundará þar sem er veiðiréttur.
Á fasteignaskrá eru Hamrar skráðir 223 he mæld stærð.
Á Hömrum eru eftirtalin húsÍbúðarhús byggt 1938 og stækkað 1986 þar sem bætt var við tvöföldum bílskúr og efri hæð með stórri stofu og borðstofu. Heildarstærð hússins er 254,2 fm.
Véla- og verkfærageymsla byggð 1986 sem er 162 fm að stærð
Alífuglahús byggt 1973 sem er 182 fm að stærð
Hlaða byggð 1977 sem er 171,9 fm að stærð
Fjárhús með áburðakjallara byggt 1977 sem er 304,7 fm að stærð
Öll eru húsin steypt. Í íbúðarhúsi er gistiaðstaða fyrir 10 manns. Húsin eru í þokkalegu ástandi en farið er að koma að nokkru viðhaldi. Fjárbúskapur er enn stundaður á jörðinni og eru tún í rækt. Eggjabú lagðist þar af fyrir örfáum árum.
Jörðin er 4 km frá Grundarfirði og því stutt í alla þjónustu. Margir möguleikar eru varðandi uppbyggingu og nýtingu á jörðinni.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Kristján Baldursson, löggiltur fasteignasali í síma 867-3040 eða á netfanginu kristjan@trausti.is eða Sólveig Regína Biard, löggiltur fasteignasali, í síma 869-4879 eða á netfanginu solveig@trausti.is